Dagur slær öll met í vinsældum: „Öllum sama um hvaðan hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 08:31 Dagur Sigurðsson setur upp skemmtilegan svip, í Hannover um helgina, eftir að hafa stýrt Króötum inn á Ólympíuleikana. Getty/David Inderlied Dagur Sigurðsson hefur gjörsamlega slegið í gegn sem nýr landsliðsþjálfari Króata í „þjóðaríþrótt“ þeirra, handbolta. Bjartsýni ríkir um að hann komi liðinu aftur í allra fremstu röð. Þetta segir Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu, sem svaraði nokkrum spurningum Vísis varðandi komu Dags. Dagur hefur átt draumabyrjun í starfi, sem fyrsti erlendi þjálfari króatíska liðsins, og eftir þrjá sigra í Hannover um síðustu helgi (gegn Austurríki, Þýskalandi og Alsír) er liðið komið inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það gerir ekki annað en að auka bjartsýni Króata sem þó hafa langflestir verið afar jákvæðir varðandi Dag. Dagur táknmynd breytinga og vonar „Ég get sagt það strax að enginn þjálfari í sögu króatísks handbolta, og jafnvel íþrótta almennt hérna, hefur fengið sömu athygli og samþykki eins og Dagur Sigurðsson,“ segir Cobanov. Þar vegi þungt að Króatar séu orðnir langeygðir eftir árangri á borð við það þegar liðið var það besta í heimi, en það hefur tvisvar orðið ólympíumeistari, einu sinni heimsmeistari og unnið til fjölda fleiri verðlauna á stórmótum. Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu. Á síðustu tíu árum hafa Króatar hins vegar „aðeins“ unnið til verðlauna tvisvar á stórmótum, brons og silfur á EM, og það rímar engan veginn við væntingar þjóðarinnar. Landsliðsþjálfarar hafa því komið og farið en ekkert breyst til batnaðar. „Þess vegna er það almenn niðurstaða króatísku þjóðarinnar að þörf hafi verið fyrir erlendan þjálfara, því við höfum reynt allt og þörfin fyrir breytingar er augljós. Dagur Sigurðsson er táknmynd þessara breytinga og vonarinnar um að króatískur handbolti verði aftur eins og hann var. Sigurinn á mótinu í Hannover styrkir bara þá trú,“ segir Cobanov. Liðið í „stuðmeðferð“ frá því á EM Dagur tók við Króötum um síðustu mánaðamót og fékk aðeins örfáa daga með liðinu til að undirbúa það fyrir fyrstu leikina. „Hann náði hins vegar að setja liðið í „stuðmeðferð“ (e. shock therapy) og leikmennirnir litu mikið betur út en á EM í janúar (þar sem liðið varð í 11. sæti). Við verðum samt að bíða þar til í París með að sjá nákvæmlega hvað Dagur færir Króatíu. Hann fær þá sex vikur til undirbúnings og eftir það fáum við raunverulega mynd á þetta. Það er hins vegar mikilvægt að jákvæðnin lifi hjá stuðningsmönnum, eftir langa bið,“ segir Cobanov. „Með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni“ En er það ekki erfitt fyrir Dag að koma inn í starfið sem fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Króata, í þjóðaríþróttinni, eins og ofangreind ummæli Nenad Kljaic báru með sér? „Nei. Dagur Sigurðsson náði frábærum úrslitum með þýska landsliðinu og sönnum stuðningsmönnum er öllum sama um hvaðan hann kemur, svo lengi sem hann sinnir sínu starfi. Vonandi gerir hann það. Hann er þegar með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni,“ segir Cobanov. Dreymir um medalíu í París en horft til HM á heimavelli Í króatíska liðinu eru reynslumiklar og stórar stjörnur á borð við Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, í bland við unga en öfluga leikmenn. Hvað finnst leikmönnum um Dag? „Það er erfitt að segja en eftir mótið í Hannover töluðu þeir allir um að hann hefði gert jákvæðar breytingar og að þeir kynnu að meta hann. Maður verður að treysta því,“ segir Cobanov sem vill ekki gera of mikið úr væntingunum varðandi árangur: „Auðvitað yrði það stórkostlegt að vinna medalíu í París. En það verður erfitt. Hins vegar er HM á næsta ári meðal annars haldið í Króatíu, svo að ef liðið fær ekki medalíu í París þá væri alla vega gott að sjá jákvæða þróun sem myndi auka bjartsýni fyrir 2025.“ Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Þetta segir Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu, sem svaraði nokkrum spurningum Vísis varðandi komu Dags. Dagur hefur átt draumabyrjun í starfi, sem fyrsti erlendi þjálfari króatíska liðsins, og eftir þrjá sigra í Hannover um síðustu helgi (gegn Austurríki, Þýskalandi og Alsír) er liðið komið inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það gerir ekki annað en að auka bjartsýni Króata sem þó hafa langflestir verið afar jákvæðir varðandi Dag. Dagur táknmynd breytinga og vonar „Ég get sagt það strax að enginn þjálfari í sögu króatísks handbolta, og jafnvel íþrótta almennt hérna, hefur fengið sömu athygli og samþykki eins og Dagur Sigurðsson,“ segir Cobanov. Þar vegi þungt að Króatar séu orðnir langeygðir eftir árangri á borð við það þegar liðið var það besta í heimi, en það hefur tvisvar orðið ólympíumeistari, einu sinni heimsmeistari og unnið til fjölda fleiri verðlauna á stórmótum. Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu. Á síðustu tíu árum hafa Króatar hins vegar „aðeins“ unnið til verðlauna tvisvar á stórmótum, brons og silfur á EM, og það rímar engan veginn við væntingar þjóðarinnar. Landsliðsþjálfarar hafa því komið og farið en ekkert breyst til batnaðar. „Þess vegna er það almenn niðurstaða króatísku þjóðarinnar að þörf hafi verið fyrir erlendan þjálfara, því við höfum reynt allt og þörfin fyrir breytingar er augljós. Dagur Sigurðsson er táknmynd þessara breytinga og vonarinnar um að króatískur handbolti verði aftur eins og hann var. Sigurinn á mótinu í Hannover styrkir bara þá trú,“ segir Cobanov. Liðið í „stuðmeðferð“ frá því á EM Dagur tók við Króötum um síðustu mánaðamót og fékk aðeins örfáa daga með liðinu til að undirbúa það fyrir fyrstu leikina. „Hann náði hins vegar að setja liðið í „stuðmeðferð“ (e. shock therapy) og leikmennirnir litu mikið betur út en á EM í janúar (þar sem liðið varð í 11. sæti). Við verðum samt að bíða þar til í París með að sjá nákvæmlega hvað Dagur færir Króatíu. Hann fær þá sex vikur til undirbúnings og eftir það fáum við raunverulega mynd á þetta. Það er hins vegar mikilvægt að jákvæðnin lifi hjá stuðningsmönnum, eftir langa bið,“ segir Cobanov. „Með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni“ En er það ekki erfitt fyrir Dag að koma inn í starfið sem fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Króata, í þjóðaríþróttinni, eins og ofangreind ummæli Nenad Kljaic báru með sér? „Nei. Dagur Sigurðsson náði frábærum úrslitum með þýska landsliðinu og sönnum stuðningsmönnum er öllum sama um hvaðan hann kemur, svo lengi sem hann sinnir sínu starfi. Vonandi gerir hann það. Hann er þegar með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni,“ segir Cobanov. Dreymir um medalíu í París en horft til HM á heimavelli Í króatíska liðinu eru reynslumiklar og stórar stjörnur á borð við Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, í bland við unga en öfluga leikmenn. Hvað finnst leikmönnum um Dag? „Það er erfitt að segja en eftir mótið í Hannover töluðu þeir allir um að hann hefði gert jákvæðar breytingar og að þeir kynnu að meta hann. Maður verður að treysta því,“ segir Cobanov sem vill ekki gera of mikið úr væntingunum varðandi árangur: „Auðvitað yrði það stórkostlegt að vinna medalíu í París. En það verður erfitt. Hins vegar er HM á næsta ári meðal annars haldið í Króatíu, svo að ef liðið fær ekki medalíu í París þá væri alla vega gott að sjá jákvæða þróun sem myndi auka bjartsýni fyrir 2025.“
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni