Ætlar að verða betri en stóri bróðir Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 08:31 Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu. Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu.
Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira