Hvítþvottur á fótboltavellinum – leikur Íslands við Ísrael í undankeppni EM 2024 Hrönn G. Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2024 14:30 Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers. Ákall hefur borist víða að um að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) og UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) víki Ísrael úr keppni á alþjóðavettvangi vegna árásanna á Gaza, rétt eins og Rússum var vikið úr keppni árið 2022 vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðlega BDS hreyfingin er ein þeirra sem hafa sent út slíkt ákall sem og jórdanski prinsinn Ali bin Hussein, fyrrum frambjóðandi til formanns FIFA. Tólf fótboltasambönd í Mið-Austurlöndum hafa kallað eftir því sama, auk þrettán þingmanna á Evrópuþinginu en í þeirra erindi til FIFA og UEFA segir að „íþróttir geti ekki þjónað sem vettvangur þeirra sem brjóta grundvallarréttindi heils samfélags.“ Bæði UEFA og FIFA hafa að mestu svarað þessu ákalli með þögninni, en UEFA hefur þó gefið út að sambandið hafi alls ekki í hyggju að vísa Ísrael frá keppni og að málið sé alls ekki hliðstætt innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur ekki á óvart, en FIFA hefur um árabil virt að vettugi ákall alþjóðlegra mannréttindasamtaka um að banna liðum frá ólöglegum landtökubyggðum Ísraela að spila í deildum í Ísrael. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) beitir svipuðum þegjandahætti um leikinn og FIFA og UEFA. Fulltrúar KSÍ segja ekki hafa komið til umræðu innan sambandsins að sniðganga leikinn og vísa í raun ábyrgðinni alfarið til UEFA. KSÍ hefur hins vegar hvorki kallað eftir því að Ísraelum verði vikið úr keppni né gagnrýnt UEFA fyrir að grípa ekki til aðgerða. Það er því ljóst að það er enginn raunverulegur vilji hjá KSÍ, UEFA eða FIFA til að beita Ísraelsríki þrýstingi á vettvangi fótboltans. Eini maðurinn úr röðum KSÍ sem hefur opinberlega haft uppi efasemdir um leikinn er Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska liðsins. Í viðtali við Vísi lét Hareide hafa eftir sér að „við ættum ekki að vera að spila þennan leik“ vegna stöðunnar á Gaza og að hann myndi „hika við að spila við Ísrael ... vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara.“ (Sindri Sverrisson, Vísir.is, 2. mars). Hann hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því hvernig leikurinn leggist í leikmenn íslenska liðsins. Hareide segir samt að „við verðum að skipta um hugarfar“ og muna að ísraelsku leikmennirnir séu ekki hermenn og að „ef þeir yrðu spurðir þá horfir eðlilegt fólk á myndirnar frá Gaza og veit að þetta er ekki rétt.“ Það sem Hareide er í raun að biðja um er að við einbeitum okkur bara að fótboltanum, leggjum ásakanir um þjóðarmorð til hliðar og aðskiljum ísraelsku leikmennina frá verkum Ísraels þó þeir séu fulltrúar þjóðarinnar. En er raunsætt að gera ráð fyrir því að ísraelsku leikmennirnir hljóti að sjá að það sem er að gerast á Gaza sé „ekki rétt“? Í hópnum sem á að spila á móti Íslandi á fimmtudaginn er framherjinn Shon Weissman. Hann var kærður fyrir hatursorðræðu á Spáni í kjölfar tísta sem hann sendi frá sér og deildi á X (áður Twitter) í kjölfar árása Hamas 7. október. Weissman deildi þá færslum á borð við “Af hverju í ósköpunum er ekki nú þegar búið að varpa 200 tonnum af sprengjum á Gaza?“, „Allir á Gaza styðja hryðjuverk. Allir á Gaza eru dauðans matur“ og „Af hverju skýtur Ezael hann ekki í hausinn?“[1]. Þessu síðasta fylgdi mynd af ísraelskum hermanni með tvo fáklædda Palestínumenn í haldi. Horfir Shon Weissman á myndir frá Gaza og veit að það sem þær sýna er „ekki rétt“? Er enginn sem þarf að segja honum það? Er engin þörf fyrir Ísland að andmæla? Ísraelska fótboltasambandið tekur þetta mál greinilega ekki nærri sér en svo að Weissman er á blaði fyrir leikinn við Ísland – ætli hann skori kannski mark á móti Íslandi, eins og hann gerði þegar Ísland lék við Ísrael í þjóðadeildinni 2022? UEFA og KSÍ hafa sett leikmenn íslenska liðsins í þá ömurlegu stöðu að spila gegn fulltrúum ríkis sem stundar ógeðfelldar og ofsafengnar árásir á almenna borgara og þverbrýtur alþjóðleg mannréttindalög. Ísraelsríki hefur vegna framgöngu sinnar verið ákært fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og samkvæmt bráðabirgðaúrskurði telur dómstóllinn trúlegt að um þjóðarmorð sé að ræða. Alþjóðadómstóllinn í Haag er æðsti dómstóll veraldar og þjóðarmorð er alvarlegasti glæpur sem fyrirfinnst. Kjarninn í þessu máli er sá að þátttaka í alþjóðlegum keppnum og viðburðum, hvort sem það er á sviði íþrótta eða menningar, veitir Ísraelsríki vettvang til að hvítþvo sig af glæpum sínum. Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar við landslið Ísraels sendum við íbúum Palestínu og öllum heiminum þau skilaboð að við teljum glæpi Ísraelsríkis ekki svo alvarlega að þeir hafi nokkur áhrif á samskipti þjóðanna. Þvert á yfirlýsingar um að fótbolti sé bara fótbolti hefur sagan margoft sýnt okkur að á fótboltavellinum er tækifæri til að taka siðferðilega afstöðu gegn óréttlæti, aðskilnaðarstefnu, mannréttindabrotum og ofbeldi. UEFA og KSÍ velja að líta fram hjá þessu og leggja þannig blessun sína yfir glæpi Ísraelsríkis. Síðan árásir Ísraelsríkis hófust hefur herinn drepið að meðaltali eitt barn á 15 mínútna fresti, sem þýðir að það má áætla að sex börn verði drepin þær 90 mínútur sem leikur Ísraels og Íslands stendur yfir. Þátttaka Íslands í þessum landsleik er smánarblettur sem seint verður hægt að afmá af íslenskri knattspyrnu. Það skiptir engu máli hvernig þessi leikur endar. Ísland hefur beygt sig. Ísrael er búið að sigra. Höfundur er umhverfisfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. [1] Þýðingar á íslensku úr ensku en tístin voru upphaflega á hebresku. https://eu.usatoday.com/story/sports/soccer/2023/10/20/israel-forward-shon-weissman-to-sit-out-spanish-league-game-over-security-concerns/71253419007/ https://getfootballnewsspain.com/agent-of-granada-forward-shon-weissman-responds-to-alleged-anti-palestinian-hate-crime/?expand_article=1 https://www.ilmattino.it/en/shon_weissman_from_spain_to_italy_amid_controversies-7910502.html?refresh_ce Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landslið karla í fótbolta KSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers. Ákall hefur borist víða að um að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) og UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) víki Ísrael úr keppni á alþjóðavettvangi vegna árásanna á Gaza, rétt eins og Rússum var vikið úr keppni árið 2022 vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðlega BDS hreyfingin er ein þeirra sem hafa sent út slíkt ákall sem og jórdanski prinsinn Ali bin Hussein, fyrrum frambjóðandi til formanns FIFA. Tólf fótboltasambönd í Mið-Austurlöndum hafa kallað eftir því sama, auk þrettán þingmanna á Evrópuþinginu en í þeirra erindi til FIFA og UEFA segir að „íþróttir geti ekki þjónað sem vettvangur þeirra sem brjóta grundvallarréttindi heils samfélags.“ Bæði UEFA og FIFA hafa að mestu svarað þessu ákalli með þögninni, en UEFA hefur þó gefið út að sambandið hafi alls ekki í hyggju að vísa Ísrael frá keppni og að málið sé alls ekki hliðstætt innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur ekki á óvart, en FIFA hefur um árabil virt að vettugi ákall alþjóðlegra mannréttindasamtaka um að banna liðum frá ólöglegum landtökubyggðum Ísraela að spila í deildum í Ísrael. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) beitir svipuðum þegjandahætti um leikinn og FIFA og UEFA. Fulltrúar KSÍ segja ekki hafa komið til umræðu innan sambandsins að sniðganga leikinn og vísa í raun ábyrgðinni alfarið til UEFA. KSÍ hefur hins vegar hvorki kallað eftir því að Ísraelum verði vikið úr keppni né gagnrýnt UEFA fyrir að grípa ekki til aðgerða. Það er því ljóst að það er enginn raunverulegur vilji hjá KSÍ, UEFA eða FIFA til að beita Ísraelsríki þrýstingi á vettvangi fótboltans. Eini maðurinn úr röðum KSÍ sem hefur opinberlega haft uppi efasemdir um leikinn er Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska liðsins. Í viðtali við Vísi lét Hareide hafa eftir sér að „við ættum ekki að vera að spila þennan leik“ vegna stöðunnar á Gaza og að hann myndi „hika við að spila við Ísrael ... vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara.“ (Sindri Sverrisson, Vísir.is, 2. mars). Hann hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því hvernig leikurinn leggist í leikmenn íslenska liðsins. Hareide segir samt að „við verðum að skipta um hugarfar“ og muna að ísraelsku leikmennirnir séu ekki hermenn og að „ef þeir yrðu spurðir þá horfir eðlilegt fólk á myndirnar frá Gaza og veit að þetta er ekki rétt.“ Það sem Hareide er í raun að biðja um er að við einbeitum okkur bara að fótboltanum, leggjum ásakanir um þjóðarmorð til hliðar og aðskiljum ísraelsku leikmennina frá verkum Ísraels þó þeir séu fulltrúar þjóðarinnar. En er raunsætt að gera ráð fyrir því að ísraelsku leikmennirnir hljóti að sjá að það sem er að gerast á Gaza sé „ekki rétt“? Í hópnum sem á að spila á móti Íslandi á fimmtudaginn er framherjinn Shon Weissman. Hann var kærður fyrir hatursorðræðu á Spáni í kjölfar tísta sem hann sendi frá sér og deildi á X (áður Twitter) í kjölfar árása Hamas 7. október. Weissman deildi þá færslum á borð við “Af hverju í ósköpunum er ekki nú þegar búið að varpa 200 tonnum af sprengjum á Gaza?“, „Allir á Gaza styðja hryðjuverk. Allir á Gaza eru dauðans matur“ og „Af hverju skýtur Ezael hann ekki í hausinn?“[1]. Þessu síðasta fylgdi mynd af ísraelskum hermanni með tvo fáklædda Palestínumenn í haldi. Horfir Shon Weissman á myndir frá Gaza og veit að það sem þær sýna er „ekki rétt“? Er enginn sem þarf að segja honum það? Er engin þörf fyrir Ísland að andmæla? Ísraelska fótboltasambandið tekur þetta mál greinilega ekki nærri sér en svo að Weissman er á blaði fyrir leikinn við Ísland – ætli hann skori kannski mark á móti Íslandi, eins og hann gerði þegar Ísland lék við Ísrael í þjóðadeildinni 2022? UEFA og KSÍ hafa sett leikmenn íslenska liðsins í þá ömurlegu stöðu að spila gegn fulltrúum ríkis sem stundar ógeðfelldar og ofsafengnar árásir á almenna borgara og þverbrýtur alþjóðleg mannréttindalög. Ísraelsríki hefur vegna framgöngu sinnar verið ákært fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og samkvæmt bráðabirgðaúrskurði telur dómstóllinn trúlegt að um þjóðarmorð sé að ræða. Alþjóðadómstóllinn í Haag er æðsti dómstóll veraldar og þjóðarmorð er alvarlegasti glæpur sem fyrirfinnst. Kjarninn í þessu máli er sá að þátttaka í alþjóðlegum keppnum og viðburðum, hvort sem það er á sviði íþrótta eða menningar, veitir Ísraelsríki vettvang til að hvítþvo sig af glæpum sínum. Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar við landslið Ísraels sendum við íbúum Palestínu og öllum heiminum þau skilaboð að við teljum glæpi Ísraelsríkis ekki svo alvarlega að þeir hafi nokkur áhrif á samskipti þjóðanna. Þvert á yfirlýsingar um að fótbolti sé bara fótbolti hefur sagan margoft sýnt okkur að á fótboltavellinum er tækifæri til að taka siðferðilega afstöðu gegn óréttlæti, aðskilnaðarstefnu, mannréttindabrotum og ofbeldi. UEFA og KSÍ velja að líta fram hjá þessu og leggja þannig blessun sína yfir glæpi Ísraelsríkis. Síðan árásir Ísraelsríkis hófust hefur herinn drepið að meðaltali eitt barn á 15 mínútna fresti, sem þýðir að það má áætla að sex börn verði drepin þær 90 mínútur sem leikur Ísraels og Íslands stendur yfir. Þátttaka Íslands í þessum landsleik er smánarblettur sem seint verður hægt að afmá af íslenskri knattspyrnu. Það skiptir engu máli hvernig þessi leikur endar. Ísland hefur beygt sig. Ísrael er búið að sigra. Höfundur er umhverfisfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. [1] Þýðingar á íslensku úr ensku en tístin voru upphaflega á hebresku. https://eu.usatoday.com/story/sports/soccer/2023/10/20/israel-forward-shon-weissman-to-sit-out-spanish-league-game-over-security-concerns/71253419007/ https://getfootballnewsspain.com/agent-of-granada-forward-shon-weissman-responds-to-alleged-anti-palestinian-hate-crime/?expand_article=1 https://www.ilmattino.it/en/shon_weissman_from_spain_to_italy_amid_controversies-7910502.html?refresh_ce
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun