Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson skrifar 15. mars 2024 09:31 Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Heilbrigðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun