Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson skrifar 15. mars 2024 09:31 Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég sat málþing á vegum Læknafélags Íslands í gær um sóun í heilbrigðiskerfinu. Ég kom frekar seint og hafði áhyggjur af því að ég fengi ekki sæti. Það voru óþarfa áhyggjur því þarna voru fáir á staðnum. Amk engir embættismenn né fulltrúar kosnir af almenningi. En þar sem fundinum var streymt geri ég ráð fyrir að starfsmenn okkar og fulltrúar hafi fylgst með eftir sínum hentugleikum. Þarna var boðið upp á mjög athyglisverðar samræður fjögurra lækna sem komu víða að úr kerfinu og sem náðu að snerta á mjög mörgum viðfangsefnum. Það hefði verið áhugavert, og mögulega aukið við gagnsemi málþingsins, ef þarna hefðu verið til staðar embættismenn eða kjörnir fulltrúar fólksins til að taka þátt í samræðum sem boðið var upp á undir styrkri stjórn Sirrýjar Arnardóttur fjölmiðlakonu. En hvað um það, eitt af því sem ég hjó sérstaklega eftir voru orð Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, um að á hverjum einasta degi allt árið séu í kringum 100 eldri sjúklingar á spítalanum sem eru tilbúnir til útskriftar – en sem útskrifast ekki af því að það vantar viðeigandi úrræði fyrir þá til að hverfa að. Hver dagur á spítalanum fyrir hvern einstakling kostar á bilinu 150.000 til 200.000. Það eru 5-7 milljarðar á ári sem kostar að hýsa þennan hóp í dýrasta heilbrigðisúrræði landsins. Hópur sem vill ekki og þarf ekki að vera á spítalanum. Og á meðan kemst ekki fólk inn á spítalann sem þarf á því að halda. Ragnar gekk svo langt að kalla það mannréttindabrot að halda þessu fólki inni á spítalanum í óþökk þess sjálfs. Undir það má taka. Vissulega kostar að fjölga úrræðum fyrir þennan hóp. En miðað við kostnaðinn sem við nú berum vegna ástandsins gæti það borgað sig hratt að bretta upp ermar og fjölga öðrum möguleikum. Við sem erum komin á seinni hluta starfsævinnar gætum notið góðs af því í ekki svo fjarlægri framtíð. Við hljótum að geta gert betur sem þjóð. Höfundur er áhugamaður um íslenskt heilbrigðiskerfi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun