Söfnin eru dauð -og þau drápu sig sjálf! Ynda Eldborg skrifar 14. mars 2024 07:00 Byrjum á margtugginni yfirlýsingu Friedrich Nietzsche um dauða guðs og að við höfum drepið hana/hán/hann. Þetta er nákvæmlega það sem eru sífellt augljósari örlög stóru safnana á Íslandi. Hinsvegar eru það ekki „við“ sem drápum söfnin eins og jafna Nietzsche gefur til kynna heldur hafa þau séð um þann gjörning sjálf með því að þau og starfsfólk þeirra hafa ekki horfst í augu við, nýlendu arf sinn og skilgreint og gengist við forréttindastöðu sinni gagnvart hinsegin fólki á gagnrýninn og uppbyggjandi hátt. Þess í stað hafa þau viðhaldið hvítri cishet forréttinda blindu og neitað að horfast í augu við og taka þátt í fjölmenningarsamfélaginu og margradda sögum þess af einurð. Veigamikill hluti þessa andláts er að söfnin hafa með skipulögðum hætti jaðrað sögur og myndlist minnihlutahópa. Á sama tíma hefur starfsfólk safnanna jaðrað söfnin og safneignirnar og gert þau að utangarðsstofnunum úr takti við nýjustu þróun á sviði safna- og listfræða þar sem þess er krafist að söfnin vakni upp frá dauðum og taki að fullu þátt í því ásamt hinsegin lista-, fræðafólki og einka söfnurum að rannsaka og greina orðræðuhefðir hinsegin myndlistar og myndlistarfólks. Í framhaldi af ofangreindu verður hér sérstaklega hugað að myndlist eftir hinsegin fólk og hvernig henni hefur reitt af í íslenskum söfnum. Hugtakið jaðarsetning er notað um ferli þar sem hópum í samfélaginu er rutt útá jaðar þess. Þetta leiðir til þess að hóparnir hafa skertan eða engan aðgang að völdum, þekkingu, upplýsingum, menntun og virðingu. Dulin jaðarsetning er til dæmis þögn um tilvist og sýnileika hinsegin fólks í þeirri listasögu sem söfnin skrifa og halda að þjóðinni. (https://otila.is/vidhorf/fordomar-og-jadarsetning/jadarsetning/) Ástæðurnar eru margar og ein sú stærsta og augljósasta er sú að sérfræðiþekking á eðli og inntaki hinsegin myndlistar er ekki til staðar í leiðandi söfnum hérlendis. Þessvegna má fullyrða að lista- og fræðafólk á sviði hinsegin listar sé jaðarsett af söfnum á Stór-Reykjavíkur svæðinu. Þetta leiðir einnig til þess að safnafólkið býr ekki yfir þekkingu til að kaupa verk hinsegin myndlistarfólks og safna þeim markvisst á forsendum hinsegin listfræða, hvað þá að búa til sýningar þar sem list þeirra er sýnd og sett í sögulegt, menningarlegt og félagslegt samhengi. Söfnin eru þessvegna geymslustaðir hetrónormatívrar og cis listar sem er stöðugt fest í sessi og haldið að borgandi viðskiptavinum safnanna svo og nemendum frá leikskólaaldri og uppí háskóla og öðru áhugafólki. Ég hef í annarri grein minnst á Nýlistasafnið sem undantekningu frá þessari reglu vegna þess að stjórn safnsins var fyrst allra hérlendis til að vinna með hinsegin sýningarstýrum og myndlistarfólki að sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra árið 2022. Til viðbótar má geta þess að í safneign Nýló er talsverður fjöldi verka eftir hinsegin listafólk umfram önnur söfn hérlendis. Óvíst er að þau sem fara fyrir safninu hafi fulla vitneskju um tilvist þessa mikilvæga menningarkapítals. Það yrði því þarft verkefni að rannsaka þessi verk og sýna útfrá hinsegin samhengi þeirra. Einnig er vert að geta þess að myndlistararfur Nonna Ragnarssonar heitins er nú varðveittur á Safnasafninu ásamt miklum fjölda verka eftir annan jaðarsettan myndlistamann, Örn Karlsson. Það er gott til þess að vita að verk þeirra skuli vera varðveitt á safni sem hefur helgað sig myndlist eftir myndlistarfólk á jaðrinum. Teikningar eftir Nonna voru sýndar í Safnasafninu árið 2021 en ekki í neinu samhengi við menningu, sögu og tilvist hinsegin fólks svo séð verði. Sama ár voru sýndar klippimyndir eftir Örn Karlsson sem ánafnaði safninu mikinn fjölda verka eftir sig til „varðveislu og umfjöllunar“, eins og segir á vefsíðu safnsins. Ekki verður séð að verk Arnar hafi verið rannsökuð og sýnd á forsendu hinsegin listfræða en vonandi stendur það til bóta því svo mikilvægir fjársjóðir mega ekki daga uppi í geymslum safnsins vegna þekkingarleysis á hinsegin jaðarlist. (https://safnasafnid.is/syningar2021/) Þegar kemur að ættmóður Sapphiskrar myndlistar á Íslandi, Nínu Sæmundsson, er sviðað uppi á teningnum. Getuleysi til að sýna og fjalla um list hinsegin manneskju á menningarlegum forsendum hinseginleikans. Það er alvarlegt mál að árið 2024 er hvergi minnst á að Nína var samkynhneigð í safntextum sem fylgja þremur verka hennar í safneign Listasafns Reykjavíkur. Þetta eru textar við verkin Móðurást, Hafmeyja og Veggmynd. Öðrum verkum fylgir enginn skýringar texti. Það ætti ekki að vera vandasamt að greina verk Nínu útfrá hinsegin fræðum því í sýningarskrá frá sýningu á verkum hennar árið 2008 er þess getið að hún hafi búið með konu á Hollywood árum sínun. Forsendurnar eru fyrir hendi en í dauðu safni er þess greinilega ekki að vænta að að þekking sé fyrir hendi til að leysa slíkt verkefni. Ekki tekur betra við þegar safneign Listasafns Íslands er skoðuð. Þar eru fimmtíu og sex verk tilgreind sem verk Nínu Sæmundsson en ekki ein einasta tilraun gerð til að hinsegja þau á nokkurn hátt. Það ætti að vera hægur vandi því Hrafnhildur Schram skrifaði og gaf út bók um Nínu Sæmundsson árið 2015. Kannski ekki hægt að ætlast til þess þegar meðferð safnsins á listkvárinu Zanele Muholi og verkum háns er höfð í huga. Þar náði þekking safnafólksins nýjum og áður óþekktum lægðum meðal annars með því að þar var ekki notað rétt persónufornafn háns í öllum tilfellum og hán kallað „listamaður“ sem er bannorð varðandi kynsegin listafólk. Það er því borðleggjandi að söfnin sem höfundar eru dáin og að hinsegin fræði eru núna fædd sem skaparar nýrrar merkingar safneigna. Eina færa leið safnanna til að rísa upp frá dauðum er að gera það á forsendum hinseginleikans og hinsegja sögu og orðræðu myndlistar sem vitað er að tilheyrir hinsegin menginu. Dr. Ynda Eldborg er sýningarstýri, og er menntuð í safna- og listfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Byrjum á margtugginni yfirlýsingu Friedrich Nietzsche um dauða guðs og að við höfum drepið hana/hán/hann. Þetta er nákvæmlega það sem eru sífellt augljósari örlög stóru safnana á Íslandi. Hinsvegar eru það ekki „við“ sem drápum söfnin eins og jafna Nietzsche gefur til kynna heldur hafa þau séð um þann gjörning sjálf með því að þau og starfsfólk þeirra hafa ekki horfst í augu við, nýlendu arf sinn og skilgreint og gengist við forréttindastöðu sinni gagnvart hinsegin fólki á gagnrýninn og uppbyggjandi hátt. Þess í stað hafa þau viðhaldið hvítri cishet forréttinda blindu og neitað að horfast í augu við og taka þátt í fjölmenningarsamfélaginu og margradda sögum þess af einurð. Veigamikill hluti þessa andláts er að söfnin hafa með skipulögðum hætti jaðrað sögur og myndlist minnihlutahópa. Á sama tíma hefur starfsfólk safnanna jaðrað söfnin og safneignirnar og gert þau að utangarðsstofnunum úr takti við nýjustu þróun á sviði safna- og listfræða þar sem þess er krafist að söfnin vakni upp frá dauðum og taki að fullu þátt í því ásamt hinsegin lista-, fræðafólki og einka söfnurum að rannsaka og greina orðræðuhefðir hinsegin myndlistar og myndlistarfólks. Í framhaldi af ofangreindu verður hér sérstaklega hugað að myndlist eftir hinsegin fólk og hvernig henni hefur reitt af í íslenskum söfnum. Hugtakið jaðarsetning er notað um ferli þar sem hópum í samfélaginu er rutt útá jaðar þess. Þetta leiðir til þess að hóparnir hafa skertan eða engan aðgang að völdum, þekkingu, upplýsingum, menntun og virðingu. Dulin jaðarsetning er til dæmis þögn um tilvist og sýnileika hinsegin fólks í þeirri listasögu sem söfnin skrifa og halda að þjóðinni. (https://otila.is/vidhorf/fordomar-og-jadarsetning/jadarsetning/) Ástæðurnar eru margar og ein sú stærsta og augljósasta er sú að sérfræðiþekking á eðli og inntaki hinsegin myndlistar er ekki til staðar í leiðandi söfnum hérlendis. Þessvegna má fullyrða að lista- og fræðafólk á sviði hinsegin listar sé jaðarsett af söfnum á Stór-Reykjavíkur svæðinu. Þetta leiðir einnig til þess að safnafólkið býr ekki yfir þekkingu til að kaupa verk hinsegin myndlistarfólks og safna þeim markvisst á forsendum hinsegin listfræða, hvað þá að búa til sýningar þar sem list þeirra er sýnd og sett í sögulegt, menningarlegt og félagslegt samhengi. Söfnin eru þessvegna geymslustaðir hetrónormatívrar og cis listar sem er stöðugt fest í sessi og haldið að borgandi viðskiptavinum safnanna svo og nemendum frá leikskólaaldri og uppí háskóla og öðru áhugafólki. Ég hef í annarri grein minnst á Nýlistasafnið sem undantekningu frá þessari reglu vegna þess að stjórn safnsins var fyrst allra hérlendis til að vinna með hinsegin sýningarstýrum og myndlistarfólki að sýningunni Til sýnis: Hinsegin umfram aðra árið 2022. Til viðbótar má geta þess að í safneign Nýló er talsverður fjöldi verka eftir hinsegin listafólk umfram önnur söfn hérlendis. Óvíst er að þau sem fara fyrir safninu hafi fulla vitneskju um tilvist þessa mikilvæga menningarkapítals. Það yrði því þarft verkefni að rannsaka þessi verk og sýna útfrá hinsegin samhengi þeirra. Einnig er vert að geta þess að myndlistararfur Nonna Ragnarssonar heitins er nú varðveittur á Safnasafninu ásamt miklum fjölda verka eftir annan jaðarsettan myndlistamann, Örn Karlsson. Það er gott til þess að vita að verk þeirra skuli vera varðveitt á safni sem hefur helgað sig myndlist eftir myndlistarfólk á jaðrinum. Teikningar eftir Nonna voru sýndar í Safnasafninu árið 2021 en ekki í neinu samhengi við menningu, sögu og tilvist hinsegin fólks svo séð verði. Sama ár voru sýndar klippimyndir eftir Örn Karlsson sem ánafnaði safninu mikinn fjölda verka eftir sig til „varðveislu og umfjöllunar“, eins og segir á vefsíðu safnsins. Ekki verður séð að verk Arnar hafi verið rannsökuð og sýnd á forsendu hinsegin listfræða en vonandi stendur það til bóta því svo mikilvægir fjársjóðir mega ekki daga uppi í geymslum safnsins vegna þekkingarleysis á hinsegin jaðarlist. (https://safnasafnid.is/syningar2021/) Þegar kemur að ættmóður Sapphiskrar myndlistar á Íslandi, Nínu Sæmundsson, er sviðað uppi á teningnum. Getuleysi til að sýna og fjalla um list hinsegin manneskju á menningarlegum forsendum hinseginleikans. Það er alvarlegt mál að árið 2024 er hvergi minnst á að Nína var samkynhneigð í safntextum sem fylgja þremur verka hennar í safneign Listasafns Reykjavíkur. Þetta eru textar við verkin Móðurást, Hafmeyja og Veggmynd. Öðrum verkum fylgir enginn skýringar texti. Það ætti ekki að vera vandasamt að greina verk Nínu útfrá hinsegin fræðum því í sýningarskrá frá sýningu á verkum hennar árið 2008 er þess getið að hún hafi búið með konu á Hollywood árum sínun. Forsendurnar eru fyrir hendi en í dauðu safni er þess greinilega ekki að vænta að að þekking sé fyrir hendi til að leysa slíkt verkefni. Ekki tekur betra við þegar safneign Listasafns Íslands er skoðuð. Þar eru fimmtíu og sex verk tilgreind sem verk Nínu Sæmundsson en ekki ein einasta tilraun gerð til að hinsegja þau á nokkurn hátt. Það ætti að vera hægur vandi því Hrafnhildur Schram skrifaði og gaf út bók um Nínu Sæmundsson árið 2015. Kannski ekki hægt að ætlast til þess þegar meðferð safnsins á listkvárinu Zanele Muholi og verkum háns er höfð í huga. Þar náði þekking safnafólksins nýjum og áður óþekktum lægðum meðal annars með því að þar var ekki notað rétt persónufornafn háns í öllum tilfellum og hán kallað „listamaður“ sem er bannorð varðandi kynsegin listafólk. Það er því borðleggjandi að söfnin sem höfundar eru dáin og að hinsegin fræði eru núna fædd sem skaparar nýrrar merkingar safneigna. Eina færa leið safnanna til að rísa upp frá dauðum er að gera það á forsendum hinseginleikans og hinsegja sögu og orðræðu myndlistar sem vitað er að tilheyrir hinsegin menginu. Dr. Ynda Eldborg er sýningarstýri, og er menntuð í safna- og listfræði.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar