Halda enn í vonina um loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 10:31 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Steingrímur Dúi Másson Fiskifræðingar Hafrannsóknastofnunar eru ekki búnir að gefa upp vonina um að nægilega stórar loðnutorfur gætu fundist þennan veturinn til að heimila veiðar. Þannig er fiskiskipinu Heimaey VE enn haldið í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum til að sigla út til loðnumælinga berist sterkar vísbendingar. „Það koma einhverjar loðnufréttir nærri daglega en engar sem við höfum metið vera af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt væri að senda Heimaey af stað til að kanna,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Fyrir helgi bárust fréttir frá togurum á Vestfjarðamiðum og kannaði áhöfnin á Örfirisey þá loðnu. Niðurstaðan var að þar væri að mestu leyti ungloðna á ferð og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Einnig hafa borist fregnir af loðnu undan Húnaflóa sem og undan Suðausturlandi. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa til þessa ekki séð ástæðu til að bregðast við. Heimaey VE-1, skip Ísfélagsins, er í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef kallið kemur.Vilhelm Gunnarsson „Við gerum ráð fyrir að Heimaey verði til taks allavega út þessa viku en munum endurmeta stöðuna undir lok vikunnar ef ekkert gerist þangað til,“ segir Guðmundur Óskarsson. Það var einmitt á þessum sama tíma í fyrra sem loðnuvertíðin stóð sem hæst. Flotinn var þá að mokveiða loðnu í norðanverðum Faxaflóa og út af Reykjanesi. Hún var þá komin að hrygningu og þar með hrognafull og í sínu verðmætasta formi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í beinni útsendingu frá Akranesi fyrir ári: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Akranes Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Það koma einhverjar loðnufréttir nærri daglega en engar sem við höfum metið vera af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt væri að senda Heimaey af stað til að kanna,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Fyrir helgi bárust fréttir frá togurum á Vestfjarðamiðum og kannaði áhöfnin á Örfirisey þá loðnu. Niðurstaðan var að þar væri að mestu leyti ungloðna á ferð og því ekki vesturganga hrygningarloðnu. Einnig hafa borist fregnir af loðnu undan Húnaflóa sem og undan Suðausturlandi. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa til þessa ekki séð ástæðu til að bregðast við. Heimaey VE-1, skip Ísfélagsins, er í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef kallið kemur.Vilhelm Gunnarsson „Við gerum ráð fyrir að Heimaey verði til taks allavega út þessa viku en munum endurmeta stöðuna undir lok vikunnar ef ekkert gerist þangað til,“ segir Guðmundur Óskarsson. Það var einmitt á þessum sama tíma í fyrra sem loðnuvertíðin stóð sem hæst. Flotinn var þá að mokveiða loðnu í norðanverðum Faxaflóa og út af Reykjanesi. Hún var þá komin að hrygningu og þar með hrognafull og í sínu verðmætasta formi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í beinni útsendingu frá Akranesi fyrir ári:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vísindi Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Akranes Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03 Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Norskri loðnu landað á Eskifirði en íslenski flotinn enn kvótalaus Fyrstu loðnu ársins hefur verið landað á Eskifirði. Hún var þó ekki úr íslensku skipi heldur norsku sem veiddi hana í Barentshafi. 7. mars 2024 18:03
Í viðbragðsstöðu vegna frétta af loðnugöngum Hafrannsóknastofnun hafa borist fréttir síðustu daga af loðnugöngum undan Suður- og Austurlandi en einnig út af Vestfjörðum og Húnaflóa. Fiskiskipið Heimaey VE er haft í viðbragðsstöðu í Vestmannaeyjum ef upplýsingar þykja benda til að stórar torfur séu á ferðinni. 6. mars 2024 14:00