Er Eurovision komið út í öfgar? Valerio Gargiulo skrifar 10. mars 2024 14:01 Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið er talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði, en í þessu tilviki leggja margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti, saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af? Eins og ég hef oft haldið fram í færslum mínum áttar fólk sig ekki á því að það er mjög auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps og á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem þú kannski studdir áður (í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti. Enginn á að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega ekki vegna eins fallegs og sameiningar eins og tónlist. Það er kominn tími til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sína samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Valerio Gargiulo Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki öfgafullt ofbeldi gegn konu. Mikið er talað um að bera virðingu fyrir konum og baráttu þeirra gegn jafnræði, en í þessu tilviki leggja margar íslenskar konur (og menn) Heru Björk í einelti, saka hana um að hafa unnið söngvakeppni út frá pólitískum ástæðum og kenna henni um pólitík og stríðsáróður sem hún ber enga ábyrgð á. Mér finnst þetta einum of öfga- og ofbeldisfullt. Hefur einhver verið að hugsa um hvernig þessari konu líður að fá ásakanir sem hún ber enga ábyrgð á? Hvað hefur hún gert til þess að eiga þessa framkomu skilið, fyrir utan að vinna söngvakeppnina og ætla að taka þátt í Eurovision? Hefur hún verið með hatursáróður sem ég hef misst af? Eins og ég hef oft haldið fram í færslum mínum áttar fólk sig ekki á því að það er mjög auðvelt að berjast fyrir réttindum eins hóps og á sama tíma beita ofbeldi gegn öðrum hópi sem þú kannski studdir áður (í þessu tilviki kona sem vinnur starf sitt sem söngkona). Og svo, þegar Hera Björk býr sig undir að koma rödd sinni og list á svið Eurovision, ættum við að velta því fyrir okkur hversu auðvelt það er að falla í hræsni og hatur sem líkist félagslegu réttlæti. Enginn á að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega ekki vegna eins fallegs og sameiningar eins og tónlist. Það er kominn tími til að hætta að ýta undir þessa hatursherferð og virða rétt hvers listamanns til að tjá sig frjálslega, án ótta við pólitískar hefndaraðgerðir eða munnlegt ofbeldi. Þó svo að það það sé með ólikindum af hverju Ísrael fær að taka þátt í Eurovision þá er það ekki Heru Björk að kenna og hún á ekki að vera myrt á samfélagssmiðlum vegna þessa. Þetta heitir ekki að sína samstöðu, berjast fyrir friði eða virða náungann. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar