Raðaði niður 14 þristum í 15 tilraunum og slátraði fréttamanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. mars 2024 09:01 Thelma Dís Ágústsdóttir, Steph Curry Íslands. Vísir/Einar Keppendur á Nettó-mótinu í körfubolta urðu vitni að skotsýningu þegar lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu fór hamförum í þriggja stiga keppni. Um er að ræða eina bestu skyttu landsins. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í þriggja stiga keppninni á Nettó-mótinu á dögunum þar sem hún setti niður 14 þriggja stiga skot í 15 tilraunum. Hún mætti Igor Maric, leikmanni karlaliðs Keflavíkur, í úrslitum keppninnar og vann með nokkrum yfirburðum. Thelma var þó nokkuð hógvær þegar hún ræddi málið við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er bara æfingin skapar meistarann og allt það held ég,“ sagði Thelma, en hún segist ekki vera með sérstaka æfingarútínu til að æfa þriggja stiga skotin sérstaklega. Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Einar „Þetta er svolítið öðruvísi eftir að maður kom heim úr háskólanum. Maður reynir að vera eitthvað eftir æfingar þegar maður getur en það er engin ákveðin tala,“ bætti Thelma við. Þá segist hún einnig hafa fundið fyrir töluverðu stressi í keppninni, enda fullt hús af fólki að fylgjast með. „Ég fann það alveg, sérstaklega í fyrri umferðinni, að ég var smá stressuð. En svo í seinni var þetta bara ég og karfan.“ Ekki fyrsta þriggja stiga keppnin Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Thelma tekur þátt í þriggja stiga keppni. Í mars á síðasta ári var hún valin til að taka þátt í slíkri keppni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fram fór í Houston í Texas. „Ég var valin eftir tímabilið okkar í fyrra. Þetta eru einhverjar átta í Bandaríkjunum, í öllum háskólaboltanum, sem eru valdar til að taka þátt í þessu. Það var náttúrulega bara ógeðslega skemmtilegt og þvílík upplifun. Þetta var í Houston í Texas og bara sýnt á ESPN 2 í sjónvarpi allra landsmanna í Bandaríkjunum, þannig að þetta var mjög stórt dæmi og bara heiður að fá að taka þátt í því.“ Að lokum fékk Stefán Árni svo að spreyta sig í þriggja stiga keppni gegn Thelmu og óhætt er að segja að hann hafi ekki veitt henni jafn mikla mótspyrnu og Igor Maric gerði. Keppni þeirra Stefáns og Thelmu, sem og innslagið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fór hamförum í þriggja stiga keppni
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira