Mikill fögnuður þegar Thelma Dís fékk gleðifréttir í flugvélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 10:31 Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 325 þrista á háskólaferli sínum þar af 107 á lokaárinu. Instagram/@ballstatewbb Thelma Dís Ágústsdóttir mun taka þátt í þriggja stiga skotkeppninni á Final Four helgi bandaríska háskólaboltans sem fer fram í Houston í Texas í ár. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir íslensku körfuboltakonuna úr Keflavík sem hefur raðað niður þriggja stiga skotum allt tímabilið með Ball State skólanum. Thelma Dís fékk fréttirnar ásamt liðsfélögum sínum í Ball State á mjög sérstökum tíma og á mjög sérstökum stað. A group of people that will forever be in @thelmadis10 's corner Moments like this one are what made the 22-23 season such a special one.#ChirpChirp pic.twitter.com/KGM5a077cR— Ball State Women's Basketball (@BallStateWBB) March 23, 2023 Ball State hafði tapað í úrslitakeppninni og voru á heimleið. Þetta var síðasti leikur Thelmu með skólanum eftir að hafa spilað þar í fimm tímabil. Það er hins vegar óhætt að segja að það hafi lifnað yfir liðinu þegar þjálfarinn las upp úr tölvupósti í símanum sínum. Þar sagði hann frá stóru fréttunum að Thelma yrði fulltrúi Ball State (og Íslands) á Final Four í ár. „Við vorum inni í flugvél, alveg að fara í loftið, á leiðinni heim þegar hann tilkynnti mér og öllu liðinu sem var mjög skemmtilegt augnablik. Keppnin er á fimmtudaginn í næstu viku [30. mars] þannig að planið er bara að skjóta mikið þangað til. Maður hefur séð svona keppnir í sjónvarpinu áður, í NBA deildinni til dæmi en ég hafði ekki hugmynd um hvað það er mikið varðandi tækni og annað sem maður þarf að hugsa út í,“ segir Thelma Dís í samtali við Vísi um þessa stund. View this post on Instagram A post shared by Ball State Women's Basketball (@ballstatewbb) Liðsfélagar Thelmu Dísar fögnuðu vel fréttunum og hún hefur fengið margar góðar kveðjur síðan enda að eina af átta stelpum sem fá tækifæri til að reyna að vinna skotkeppnina í ár. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Brady Sallee þjálfari sagði Thelmu og hinum stelpunum í Ball State fréttirnar. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Þetta er gríðarlegur heiður fyrir íslensku körfuboltakonuna úr Keflavík sem hefur raðað niður þriggja stiga skotum allt tímabilið með Ball State skólanum. Thelma Dís fékk fréttirnar ásamt liðsfélögum sínum í Ball State á mjög sérstökum tíma og á mjög sérstökum stað. A group of people that will forever be in @thelmadis10 's corner Moments like this one are what made the 22-23 season such a special one.#ChirpChirp pic.twitter.com/KGM5a077cR— Ball State Women's Basketball (@BallStateWBB) March 23, 2023 Ball State hafði tapað í úrslitakeppninni og voru á heimleið. Þetta var síðasti leikur Thelmu með skólanum eftir að hafa spilað þar í fimm tímabil. Það er hins vegar óhætt að segja að það hafi lifnað yfir liðinu þegar þjálfarinn las upp úr tölvupósti í símanum sínum. Þar sagði hann frá stóru fréttunum að Thelma yrði fulltrúi Ball State (og Íslands) á Final Four í ár. „Við vorum inni í flugvél, alveg að fara í loftið, á leiðinni heim þegar hann tilkynnti mér og öllu liðinu sem var mjög skemmtilegt augnablik. Keppnin er á fimmtudaginn í næstu viku [30. mars] þannig að planið er bara að skjóta mikið þangað til. Maður hefur séð svona keppnir í sjónvarpinu áður, í NBA deildinni til dæmi en ég hafði ekki hugmynd um hvað það er mikið varðandi tækni og annað sem maður þarf að hugsa út í,“ segir Thelma Dís í samtali við Vísi um þessa stund. View this post on Instagram A post shared by Ball State Women's Basketball (@ballstatewbb) Liðsfélagar Thelmu Dísar fögnuðu vel fréttunum og hún hefur fengið margar góðar kveðjur síðan enda að eina af átta stelpum sem fá tækifæri til að reyna að vinna skotkeppnina í ár. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Brady Sallee þjálfari sagði Thelmu og hinum stelpunum í Ball State fréttirnar.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira