Handbolti

Viktor Gísli meiddur og ekki með gegn Grikkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson fer ekki með íslenska handboltalandsliðinu til Grikklands.
Viktor Gísli Hallgrímsson fer ekki með íslenska handboltalandsliðinu til Grikklands. vísir/vilhelm

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Nantes í Frakklandi, hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum í handbolta vegna meiðsla.

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg í Danmörku, hefur verið kallaður inn í landsliðshópinn í stað Viktors.

Ágúst og Björgvin Páll Gústavsson munu því verja mark Íslands í vináttulandsleikjunum tveimur gegn Grikklandi síðar í þessum mánuði. Þjóðirnar mætast í Aþenu 15. og 16. mars. Seinni leikurinn gegn Grikkjum verður fimmtugasti landsleikur Ágústs.

Viktor meiddist á olnboga í sigri Nantes á Dijon, 47-34, í frönsku úrvalsdeildinni á föstudaginn. Hann staðfesti tíðindin við mbl.is.

Leikirnir gegn Grikkjum verða fyrstu leikir Íslendinga síðan á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland endaði þar í 10. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×