Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 15:31 Dagur Sigurðsson fer beint í djúpu laugina sem nýr þjálfari Króatíu því fram undan er umspil um sæti á Ólympíuleikunum. Instagram/@hrs_insta Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira