Ríkisstjórn Íslands og Palestína: Rangar ákvarðanir, röng skilaboð Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 4. mars 2024 14:30 Við Íslendingar stigum mikilvægt skref þann 29. nóvember 2011 þegar við urðum fyrst vestrænna þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í þingsályktun Alþingis þess efnis fólst söguleg stefnumörkun í utanríkismálum; afgerandi stuðningur við kúgaða þjóð, krafa um tveggja ríkja lausn og andstaða við hernað og ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú 12 árum síðar eru íbúar Palestínu í meiri og sárari þörf fyrir stuðning alþjóðasamfélagsins en nokkru sinni fyrr. Tugir þúsunda á Gaza hafa verið drepin á örfáum mánuðum og skólar og sjúkrahús jöfnuð við jörðu. Innviðir eru í molum, íbúar innikróaðir og hungursneyð ríkir. Almenningur á Íslandi hefur sýnt ríkan vilja til að styðja við palestínsku þjóðina eins og fjölsóttir baráttufundir, kröfugöngur, fjáröflun og sjálfboðastarf bera vitni um. Á sama tíma virðist hins vegar ríkisstjórn Íslands staðráðin í að hverfa frá þeim afdráttarlausa stuðningi við Palestínu sem fólst í þingsályktuninni frá 2011. Afstöðufælni ríkisstjórnarinnar birtist með margvíslegum hætti en þrennt hefur vakið mesta athygli: Í fyrsta lagi hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 27. október 2023. Ísland greiddi atkvæði með öðrum hætti en hin EFTA-ríkin og margar af vinaþjóðum okkar í NATO, m.a. Frakkland, Belgía, Spánn og Portúgal sem studdu tillöguna. Þetta voru röng skilaboð af Íslands hálfu og ekki bætti úr skák hvernig Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gekk fram í fjölmiðlum dagana á eftir. Á meðan Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi Ísraelsríki fyrir að brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum reifst Bjarni við blaðamenn um hvort það væri viðeigandi að nota orðið „árás“ um sprengjuárás á flóttamannabúðir. “Did you say attack on a refugee camp?“ Í öðru lagi athafnaleysi stjórnvalda í tengslum við fjölskyldusameiningar palestínskra ríkisborgara á Íslandi. Útlendingastofnun setti slík mál í sérstakan forgang í byrjun desember en ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu margar vikur líða án þess að þeirri ákvörðun væri fylgt eftir með aðgerðum til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa frá Gaza. Af fréttaviðtölum við Bjarna Benediktsson þann 6. febrúar síðastliðinn verður ekki annað ráðið en að ákvörðunum um framkvæmd málsins hafi verið frestað gagngert vegna viðræðna milli ríkisstjórnarflokkanna um framtíðarskipan útlendingamála á Íslandi. Það er óforsvaranleg framganga gagnvart fólki í sárri neyð. Þegar þetta er ritað hafa íslenskar konur í sjálfboðavinnu náð talsverðum árangri við að koma fjölskyldum út af Gaza en lítið sem ekkert hefur spurst til vinnu stjórnvalda. Í þriðja lagi ákvörðun ríkisstjórnarinnar þann 27. janúar um að stöðva tímabundið fjárstuðning Íslands við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar. UNRWA gegnir ómissandi hlutverki og er alger líflína fyrir íbúa Gaza. Skipulögð fjársveltiherferð vestrænna ríkja gegn stofnuninni hefur þegar valdið tjóni og grafið undan mannúðaraðstoð á svæðinu. Það er hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi verið á meðal þeirra fyrstu í Evrópu til að tilkynna um frystingu greiðslna til UNRWA meðan ýmsar af vinaþjóðum okkar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn slíkum viðbrögðum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað nú á föstudag að halda áfram fjárstuðningi við UNRWA. Ríkisstjórn Íslands ætti að gefa strax út tilkynningu um að Ísland muni gera slíkt hið sama. Engin orð ná utan um hryllinginn á Gaza og þau grimmdarverk sem framin eru daglega gegn palestínsku þjóðinni. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið rangar ákvarðanir og sent röng skilaboð síðustu mánuði. En það er ekki of seint að skipta um kúrs. Ísland getur og á að taka sér stöðu við hlið Norðmanna, Íra, Spánverja og fleiri vinaþjóða okkar í Evrópu sem standa með Palestínu, í orði og á borði, og fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Alþingi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stigum mikilvægt skref þann 29. nóvember 2011 þegar við urðum fyrst vestrænna þjóða til að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í þingsályktun Alþingis þess efnis fólst söguleg stefnumörkun í utanríkismálum; afgerandi stuðningur við kúgaða þjóð, krafa um tveggja ríkja lausn og andstaða við hernað og ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs. Nú 12 árum síðar eru íbúar Palestínu í meiri og sárari þörf fyrir stuðning alþjóðasamfélagsins en nokkru sinni fyrr. Tugir þúsunda á Gaza hafa verið drepin á örfáum mánuðum og skólar og sjúkrahús jöfnuð við jörðu. Innviðir eru í molum, íbúar innikróaðir og hungursneyð ríkir. Almenningur á Íslandi hefur sýnt ríkan vilja til að styðja við palestínsku þjóðina eins og fjölsóttir baráttufundir, kröfugöngur, fjáröflun og sjálfboðastarf bera vitni um. Á sama tíma virðist hins vegar ríkisstjórn Íslands staðráðin í að hverfa frá þeim afdráttarlausa stuðningi við Palestínu sem fólst í þingsályktuninni frá 2011. Afstöðufælni ríkisstjórnarinnar birtist með margvíslegum hætti en þrennt hefur vakið mesta athygli: Í fyrsta lagi hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um mannúðarvopnahlé á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 27. október 2023. Ísland greiddi atkvæði með öðrum hætti en hin EFTA-ríkin og margar af vinaþjóðum okkar í NATO, m.a. Frakkland, Belgía, Spánn og Portúgal sem studdu tillöguna. Þetta voru röng skilaboð af Íslands hálfu og ekki bætti úr skák hvernig Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra gekk fram í fjölmiðlum dagana á eftir. Á meðan Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, gagnrýndi Ísraelsríki fyrir að brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum reifst Bjarni við blaðamenn um hvort það væri viðeigandi að nota orðið „árás“ um sprengjuárás á flóttamannabúðir. “Did you say attack on a refugee camp?“ Í öðru lagi athafnaleysi stjórnvalda í tengslum við fjölskyldusameiningar palestínskra ríkisborgara á Íslandi. Útlendingastofnun setti slík mál í sérstakan forgang í byrjun desember en ráðherrar ríkisstjórnarinnar létu margar vikur líða án þess að þeirri ákvörðun væri fylgt eftir með aðgerðum til að greiða fyrir för dvalarleyfishafa frá Gaza. Af fréttaviðtölum við Bjarna Benediktsson þann 6. febrúar síðastliðinn verður ekki annað ráðið en að ákvörðunum um framkvæmd málsins hafi verið frestað gagngert vegna viðræðna milli ríkisstjórnarflokkanna um framtíðarskipan útlendingamála á Íslandi. Það er óforsvaranleg framganga gagnvart fólki í sárri neyð. Þegar þetta er ritað hafa íslenskar konur í sjálfboðavinnu náð talsverðum árangri við að koma fjölskyldum út af Gaza en lítið sem ekkert hefur spurst til vinnu stjórnvalda. Í þriðja lagi ákvörðun ríkisstjórnarinnar þann 27. janúar um að stöðva tímabundið fjárstuðning Íslands við Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna ásakana á hendur tólf starfsmönnum stofnunarinnar. UNRWA gegnir ómissandi hlutverki og er alger líflína fyrir íbúa Gaza. Skipulögð fjársveltiherferð vestrænna ríkja gegn stofnuninni hefur þegar valdið tjóni og grafið undan mannúðaraðstoð á svæðinu. Það er hryggilegt að íslensk stjórnvöld hafi verið á meðal þeirra fyrstu í Evrópu til að tilkynna um frystingu greiðslna til UNRWA meðan ýmsar af vinaþjóðum okkar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn slíkum viðbrögðum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað nú á föstudag að halda áfram fjárstuðningi við UNRWA. Ríkisstjórn Íslands ætti að gefa strax út tilkynningu um að Ísland muni gera slíkt hið sama. Engin orð ná utan um hryllinginn á Gaza og þau grimmdarverk sem framin eru daglega gegn palestínsku þjóðinni. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið rangar ákvarðanir og sent röng skilaboð síðustu mánuði. En það er ekki of seint að skipta um kúrs. Ísland getur og á að taka sér stöðu við hlið Norðmanna, Íra, Spánverja og fleiri vinaþjóða okkar í Evrópu sem standa með Palestínu, í orði og á borði, og fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun