Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 08:00 Dagur Sigurðsson var með samning til að stýra japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í suamr en vildi starfslokasamning til að taka við Króatíu. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01
Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00
„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06