Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 11:00 Dagur Sigurðsson faðmar lærisvein sinn eftir sigurinn gegn Barein í úrslitaleik Asíukeppninnar um sæti á Ólympíuleikunum í París. Nú á hann möguleika á að koma öðru liði, Króatíu, á sömu leika. Getty/Noushad Thekkayil Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana. Handbolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Króatískir miðlar hafa fjallað mikið um komu Dags frá því að fyrstu fréttir af viðræðum hans við króatíska handknattleikssambandið birtust fyrir þremur vikum. Hann fékk sig svo lausan frá Japan eftir að hafa stýrt japanska landsliðinu með frábærum árangri í sjö ár, og nú síðast komið því inn á Ólympíuleikana í París í sumar, eins og honum er ætlað að gera með Króata. Miðlarnir Index Sport og 24sata segja að talið sé að Dagur hafi verið með 1 milljón evra í árslaun í Japan, eða tæpar 150 milljónir króna, og þannig mögulega verið launahæsti handboltaþjálfari í heimi. Króatíska sambandið hafi hins vegar ekki verið tilbúið að greiða meira en 300.000 evrur í árslaun, eða tæpar 45 milljónir króna. „Ég veit nú ekki hvort ég hef verið sá launahæsti í heiminum, hef ekki hugmynd um það, en ég var alveg með góðan samning í Japan. Króatíski samningurinn kemst ekkert í námunda við það,“ sagði Dagur við Vísi, án þess að fara út í neinar launatölur, þegar hann var spurður út í þessi mál í gær. Þá var nýbúið að kynna hann sem nýjan landsliðsþjálfara Króata. Klippa: Dagur um launamálin „En þetta er líka allt annað umhverfi. Ég var að fara yfir hálfan hnöttinn og vinna hinu megin á hnettinum stóran hluta af árinu. Maður verður að taka það með í reikninginn. Svo var ég líka að taka þátt í ýmsu þar sem snýr ekkert endilega að þjálfun. Að hjálpa þeim að koma sinni deild áfram og leikmönnum til Evrópu, og ýmislegt annað sem ekki tengist starfinu hér í Króatíu,“ sagði Dagur. Dagur þarf að hafa hraðar hendur því hans fyrsta verk er að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið sem fram fer eftir tvær vikur. Þar keppa Króatar við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á Ólympíuleikunum í París. Dagur þjálfaði einmitt Þýskaland og Austurríki á sínum tíma og gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum 2016, auk þess að vinna brons á Ólympíuleikunum sama ár, áður en hann gerði samninginn góða við Japana.
Handbolti Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira