Við vinnum með íslensku Joanna Dominiczak og Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifa 28. febrúar 2024 13:01 Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Íslenska er tungumálið sem sameinar okkur sem þjóð og gerir okkur kleift að tjá okkur og taka þátt í daglegu lífi, atvinnu, menningu, stjórnmálum og hafa áhrif. Því er mikilvægt að öll sem búa á Íslandi hafi tækifæri til að læra og nota íslensku, hvort sem þau eru fædd hér eða í öðru landi. Það er ekki aðeins hagur hvers og eins heldur alls samfélagsins sem verður fjölbreyttara og sterkara með því að taka vel á móti innflytjendum og stuðla að jöfnuði og samstöðu. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað áform um að auka framboð og gæði íslenskunáms fyrir innflytjendur og flóttafólk sem er jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Betur má ef duga skal enda eru áskoranir samfélagsins margar þegar kemur að inngildingu innflytjenda og því að kenna eða læra nýtt tungumál í nýju landi. Hvernig búum við til öflugt lærdómssamfélag fyrir íslenskunám innflytjenda? Sé horft til annarra landa sem staðið hafa frammi fyrir svipuðum áskorunum ber helst að nefna mikilvægi þess að skapa hvetjandi málumhverfi fyrir innflytjendur. Þar er samvinna og samstarf á öllum sviðum samfélagsins lykilatriði; hjá hinu opinbera, aðilum vinnumarkaðar, fræðsluaðilum, innflytjendum sem og í hversdagsleikanum. Það þýðir að skólar og fræðsluaðilar þurfa að bjóða upp á fjölbreytt og aðlagað námsframboð fyrir innflytjendur sem tekur tillit til þarfa þeirra, hæfileika og markmiða. Það þarf einnig að vera hægt að læra íslensku í tengslum við starf eða starfsþjálfun og að fá stuðning frá vinnuveitendum og stéttarfélögum. Því ber að fagna að sífellt fleiri vinnuveitendur styðja starfsfólkið sitt til íslenskunáms. Æskilegt væri meira samstarf milli tungumálaskóla og vinnustaða, til dæmis um vinnustaðaheimsóknir eða starfsþjálfun, til að efla tengingu við atvinnulífið í íslenskukennslu. Fjölmiðlar og menningarstofnanir spila stórt hlutverk við að endurspegla fjölbreytni í samfélaginu, aðstoða innflytjendur við að nálgast og njóta íslenskrar menningar sem og að gefa þeim tækifæri til að kynna og deila menningarlegum bakgrunni sínum og listrænum hæfileikum. Samfélagið í heild sinni þarf að sýna umburðarlyndi og virðingu gagnvart innflytjendum, mismunandi hreim og mörgum tungumálum. Það þýðir að hvetja til samskipta og samvinnu milli ólíkra hópa og að vinna gegn fordómum og mismunun. Með þessum hætti getum við öll lagt okkar af mörkum til að skapa hvetjandi málumhverfi sem er grundvöllur fyrir inngildingu og þátttöku í íslensku samfélagi. Það er ekki bara skylda okkar heldur líka tækifæri til að auðga menningu okkar og styrkja okkur sem þjóð. Hvert og eitt okkar ætti að spyrja sig: Legg ég mitt af mörkum? Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms hjá Mími-símenntunSólveig Hildur Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar