Mælir með Íslendingum úr efstu hillu Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2024 11:21 Guðjón Valur Sigurðsson er einn af þeim sem Bent Nyegaard telur hæfasta til að taka við Aalborg. Guðjón þekkir dönsku deildina eftir að hafa spilað í henni. Getty/Tom Weller Danski handboltasérfræðingurinn og Íslandsvinurinn Bent Nyegaard segir að nýr þjálfari Aalborg Håndbold verði að koma úr „efstu hillu“ og mælir með þremur Íslendingum. Nyegaard segir við TV2 að Aalborg verði að fá reyndan þjálfara sem skilji þær kröfur sem gerðar séu hjá félaginu. Um sé að ræða það félag í Danmörku sem sé með mest á milli handanna og geti staðist alþjóðlegan samanburð. Stefan Madsen hættir sem þjálfari liðsins í sumar. Nyegaard segir að Aalborg þurfi einhvern eins og Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfara Danmerkur, en segir að hann komi þó ekki til greina. Þess í stað nefnir hann fimm kandídata og eru þrír þeirra íslenskir. Dagur, Guðjón eða Arnór? Íslendingarnir eru þeir Dagur Sigurðsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Dagur er hættur með japanska landsliðið en hefur átt í viðræðum um að taka við króatíska landsliðinu, og spurning hvort að Álaborg heilli hann nægilega mikið. Nyegaard nefnir einnig Guðjón Val Sigurðsson sem hefur gert frábæra hluti í sínu fyrsta þjálfarastarfi hjá Gummersbach. Nyegaard segir að Guðjón Valur hafi komið til greina sem landsliðsþjálfari Íslands sem segi sitt um hans gæði, en að það geti skapað vandamál að samningur hans við Gummersbach sé til sumarsins 2025. Loks er Arnór Atlason á listanum hjá Nyegaard. Arnór er vel liðinn í Álaborg eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins en er núna aðalþjálfari TTH Holstebro, og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Nyegaard nefnir einnig Norðmennina Kristian Kjelling og Börge Lund, þjálfara Elverum og Drammen, og Henrik Kronborg sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Danmerkur en var rekinn frá Skjern í október í fyrra. Danski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
Nyegaard segir við TV2 að Aalborg verði að fá reyndan þjálfara sem skilji þær kröfur sem gerðar séu hjá félaginu. Um sé að ræða það félag í Danmörku sem sé með mest á milli handanna og geti staðist alþjóðlegan samanburð. Stefan Madsen hættir sem þjálfari liðsins í sumar. Nyegaard segir að Aalborg þurfi einhvern eins og Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfara Danmerkur, en segir að hann komi þó ekki til greina. Þess í stað nefnir hann fimm kandídata og eru þrír þeirra íslenskir. Dagur, Guðjón eða Arnór? Íslendingarnir eru þeir Dagur Sigurðsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Dagur er hættur með japanska landsliðið en hefur átt í viðræðum um að taka við króatíska landsliðinu, og spurning hvort að Álaborg heilli hann nægilega mikið. Nyegaard nefnir einnig Guðjón Val Sigurðsson sem hefur gert frábæra hluti í sínu fyrsta þjálfarastarfi hjá Gummersbach. Nyegaard segir að Guðjón Valur hafi komið til greina sem landsliðsþjálfari Íslands sem segi sitt um hans gæði, en að það geti skapað vandamál að samningur hans við Gummersbach sé til sumarsins 2025. Loks er Arnór Atlason á listanum hjá Nyegaard. Arnór er vel liðinn í Álaborg eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins en er núna aðalþjálfari TTH Holstebro, og aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Nyegaard nefnir einnig Norðmennina Kristian Kjelling og Börge Lund, þjálfara Elverum og Drammen, og Henrik Kronborg sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Danmerkur en var rekinn frá Skjern í október í fyrra.
Danski handboltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira