Sport

Allt snerist um næstu æfingu eða næstu mál­tíð hjá mömmunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís varð á síðasta ári Íslandsmeistari í götuhjólreiðum sem og Íslandsmeistari í tímatöku. Hún keppti síðan á HM í hjólreiðum í Skotlandi í ágúst og EM í götuhjólreiðum í Drenthe í Hollandi í september.
Hafdís varð á síðasta ári Íslandsmeistari í götuhjólreiðum sem og Íslandsmeistari í tímatöku. Hún keppti síðan á HM í hjólreiðum í Skotlandi í ágúst og EM í götuhjólreiðum í Drenthe í Hollandi í september. @hafdis.sigurdardottir

Þegar þú ert íþróttakona í fremstu röð og í miðjum æfingabúðum fyrir tímabilið þá finnur heimilið vel fyrir því.

Hafdís Sigurðardóttir hefur verið valin hjólreiðakona ársins á Íslandi undanfarin tvö ár og leggur nú mikið á sig fyrir komandi keppnistímabil.

Hafdís leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi sínum og hún gerir upp þrjár síðustu vikur í pistli á Instagram.

Hafdís hefur undanfarið byggt upp þolið sitt fyrir komandi sumar með gríðarlega krefjandi úthaldsæfingum í bílskúrnum sínum. Hún segist hafa þurft þrautseigju, dugnað, ástríðu og grjótharðan haus til að komast í gegnum púlið.

Hafdís er tveggja barna móðir og æfingatörnin hefur því haft mikil áhrif á heimilislífið þessar þrjár vikur.

„Erfiðustu þrjár vikur sem ég hef upplifað á mínum æfingaferli og ja ég þurfti heldur betur að hafa fyrir þeim. Þær kostuðu mikið af þrautseigju, dugnaði, ástríðu og grjóthörðum haus,“ skrifaði Hafdís.

„Fullt af ógeðslega erfiðum klukkustundum í skúrnum kláraðar seinustu þrjár vikur og alltaf er fólkið mitt peppandi á kantinum. Allir með tölu jafn glaðir hér í H48 að þetta sé búið í bili og að það snúist ekki allt um næstu æfingu eða næstu máltíð hjá mömmunni,“ skrifaði Hafdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×