Til allra stéttarfélaga og atvinnurekenda Sigríður Auðunsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:01 Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof? Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar. Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan. Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof? Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar. Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan. Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar