KSÍ og kynferðisofbeldi Drífa Snædal skrifar 22. febrúar 2024 09:31 Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ. KSÍ er ekki eyland heldur stór stærð í samfélaginu. Þar er fjöldi barna að æfa vinsælustu íþrótt heims og innan þess vébanda verða til hetjur sem fólk lítur upp til. Að taka á ofbeldismálum og karlrembu er því ekki einkamál forystu KSÍ, það er samfélagslegt mál. Það snýst um athafnafrelsi stúlkna og kvenna inni og utan vallar og það snýst um að þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingum af því. Að lokum snýst þetta um jafnréttismál í víðum skilningi, að konur séu ekki settar skör lægra í tekjum, virðingu og rými. Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýjir tímar! Gagnvart litlum hópi landsliðsmanna í knattspyrnu eru ótrúlega hátt hlutfall af kærum, meiri en í öðrum íþróttagreinum og meira en gengur og gerist í samfélaginu í heild. Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja. Það var grein á Vísi eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem hratt af stað atburðarrásinni árið 2021 sem olli formannsskiptum hjá KSÍ. Það er við hæfi að rifja upp lokaorð þeirrar greinar sem víti til varnaðar: ”Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu.” Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni. Guðni kemur fram í Kastljósi og segir engar tilkynningar um ofbeldi hafa komið inn á borð sambandsins síðan hann tók við sem formaður 2017 en í framhaldinu steig fram brotaþoli og sagði þetta ekki rétt. Mikilvægara var að vernda og verja ofbeldismenn en brotaþola. Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ. KSÍ er ekki eyland heldur stór stærð í samfélaginu. Þar er fjöldi barna að æfa vinsælustu íþrótt heims og innan þess vébanda verða til hetjur sem fólk lítur upp til. Að taka á ofbeldismálum og karlrembu er því ekki einkamál forystu KSÍ, það er samfélagslegt mál. Það snýst um athafnafrelsi stúlkna og kvenna inni og utan vallar og það snýst um að þeir sem beita ofbeldi þurfi að taka afleiðingum af því. Að lokum snýst þetta um jafnréttismál í víðum skilningi, að konur séu ekki settar skör lægra í tekjum, virðingu og rými. Sem talsfólk brotaþola, þekkjandi alvarlegar afleiðingar kynferðisbrota bæði af hendi fótboltamanna og annarra þá förum við fram á að þeir sem eru í kjöri til forystu KSÍ geri sér grein fyrir afleiðingum kynferðisbrota, geri grein fyrir því hvernig öryggi og rými verði tryggt, hvernig stutt verði við brotaþola og hvernig ofbeldismenn þurfti að taka afleiðingum gjörða sinna. Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður. Það má ekki gerast og konur, stúlkur og þau sem láta sig athafnafrelsi og jafnrétti varða eiga heimtingu á að fá vissu fyrir því að nú séu runnir upp nýjir tímar! Gagnvart litlum hópi landsliðsmanna í knattspyrnu eru ótrúlega hátt hlutfall af kærum, meiri en í öðrum íþróttagreinum og meira en gengur og gerist í samfélaginu í heild. Það er því rökrétt að í stafni KSÍ þurfi að vera fólk sem er treyst fyrir réttlátri málsmeðferð með þolendavænni nálgun. Það er krafa okkar, fyrir hönd brotaþola, að málum verði ekki sópað undir teppið um helgina eða í framtíðinni og það hlýtur að vera krafa foreldra, barna og annarra sem vilja njóta þess að æfa íþróttina, fylgjast með af hliðarlínunni og líta upp til raunverulegra fótboltahetja. Það var grein á Vísi eftir Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur sem hratt af stað atburðarrásinni árið 2021 sem olli formannsskiptum hjá KSÍ. Það er við hæfi að rifja upp lokaorð þeirrar greinar sem víti til varnaðar: ”Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir? Í þessu samhengi er KSÍ tvær leiðir færar, annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna. Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu.” Höfundur er talskona Stígamóta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun