Um áhyggjur Guðmundur Arnar Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Áhyggjum má skipta í litlar og miklar. Miklar áhyggjur trufla daglegt líf mikið en litlar lítið. Sumir hafa miklar áhyggjur af því sem aðrir hafa litlar áhyggjur af og öfugt. Þar af leiðandi er ekki hægt að gefa sér að ákveðnar áhyggjur séu litlar og aðrar miklar. Áhyggjur eru stundum eins og biluð plata. Áhyggjur spretta stundum fram eins og gorkúlur. Allar eru þær ágengar. Litlar áhyggjur eru eins og börn sem suða í þér um að fá annan ís, miklar áhyggjur eins og sölumenn dauðans sem hafa hag af að ná til þín. Þær trufla einbeitinguna, þú missir sjónar af því sem er mikilvægt. Hvað á að gera við áhyggjur? Sumar áhyggjur geturðu auðveldlega hrist af þér. Þú getur hlegið að þeim og snúið þér aftur að því sem þú varst að fást við. Ef þú upplifir ónotalega tilfinningu í tengslum við áhyggjur þínar, skaltu viðurkenna tilfinninguna og vonandi geturðu svo snúið þér að verkefni þínu. Stundum þarftu samt að gefa þér tíma til að skoða áhyggjurnar og gá hvort þær standist skoðun. Ef þú hefur áhyggjur af því að þér sé ekki að takast að framkvæma eitthvað eins vel og þú vilt er gott að skrifa á raunsæjan hátt um framgöngu þína. Hvað gengur vel og hvað má betur fara? Gerðu síðan breytingar til batnaðar. Ef þú komst illa fram við einhvern þá er gott að þú hafir miklar áhyggjur af því hvernig viðkomandi líði. Kannski er best að hafa samband, kannski ekki, það fer eftir aðstæðum. Það mikilvægasta er að einsetja sér að bæta hegðun sína og halda áfram. Ef þú hefur áhyggjur af því að einhverjum líki ekki við þig, mundu þá að ekki er hægt að stjórna því hvað öðrum finnst um þig. Í einhverjum tilvikum á við að losa um spennu sem hefur myndast á milli þín og viðkomandi með því að ræða málin. Stundum líkar einhverjum illa við þig og þú getur ekkert gert í því. Í mörgum tilvikum eru áhyggjurnar þó uppblásnar og standast ekki skoðun. Fólk er ekki að pæla eins mikið í þér og þú heldur. Áhyggjur eru stundum mikilvæg áminning um að breyta hegðun, viðvörunarljós eftir hrapaleg mistök, en oftast eru áhyggjur gruggugt baðvatn sem brúnaþung manneskja hrærir í með priki. Ný hugmynd streymir til þín eins og vatn úr sturtuhaus. Hvað ætlarðu að gera við nýju hugmyndina? Skrifa sögu? Höfundur er heimspekikennari í Réttarholtsskóla.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun