Handbolti

Arnór Snær og Viggó með stór­leik í upp­gjöri Ís­lendinga­liðanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Snær og Guðjón Valur.
Arnór Snær og Guðjón Valur. Gummersbach

Íslendingaliðin Gummersbach og Leipzig mættust í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Fór það svo að Gummersbach vann með eins marks mun, lokatölur 30-29. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar Gummersbach á meðan Rúnar Sigtryggsson þjálfar Leipzig.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og hnífjafn frá upphafi til enda. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og það stefndi allt í jafntefli en Gummersbach skoraði sigurmarkið þegar tíu sekúndur voru til leiksloka.

Arnór Snær Óskarsson - sem gekk nýverið til liðs við Guðjón Val og félaga - var frábær í liði Gummersbach með sex mörk og tvær stoðsendingar. Elliði Snær Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Guðjón Val. Hjá Leipzig skoraði Viggó Kristjánsson sjö mörk á meðan Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Gummersbach er nú með 22 stig í 7. sæti að loknum 21 leik. Leipzig er í 14. sæti með 15 stig eftir að hafa spilað leik minna en Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×