Fosshótel, Berjaya og Icelandair sitja uppi með Covid-skuldir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 16:30 Berjaya hótel við Reykjavíkurflugvöll. Hótelið hét Hótel Loftleiðir til margra ára. Í bakgrunni má sjá flugvél Icelandair. Vísir/vilhelm Fosshótel Reykjavíkur, Icelandair Group og Berjaya Hotels Iceland þurfa að greiða húsaleigu þrátt fyrir að hafa lokað sjoppunni í marga mánuði á meðan kórónuveirufaraldrinum stóð. Um er að ræða greiðslur sem nema á annað hundrað milljóna króna. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér. Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur aðskildum en áþekkum málum. Dómur var kveðinn upp í réttinum í dag. Í öðru málinu stefndi fasteignafélagið Suðurhús ehf. Flugleiðahótelum og Icelandair Group til að greiða tæplega 138 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum vegna vangoldinnar leigu árið 2020 eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Um var að ræða húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Icelandair Group tók þá einhliða ákvörðun að greiða einungis tuttugu prósent húsaleigu vegna faraldursins sem þó bárust með reglulegum hætti. Taldi hótelið að forsendur leigusamnings til tuttugu ára við Suðurhús frá árinu 2014 hefðu brostið. Í hinu málinu stefndi Fosshótel Reykjavíkur fasteignafélaginu Íþöku og krafðist breytinga á leigusamningi til að þurfa ekki að greiða leigu samkvæmt tuttugu ára samningi fyrirtækjanna varðandi húsnæði í Þórunnartúni frá 2013 vegna kórónuveirufaraldursins frá 1. apríl 2020. Hótelið sagði upp öllu starfsfólki sínu, hætti starfsemi tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins og hætti að borga leigu. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að lækka greiðslu Fosshótels um þriðjung. Fosshótel leitaði til Hæstaréttar með það fyrir augum að fá alla skuldina fellda niður. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Voru Fosshótel dæmd til að greiða Íþöku leiguskuld upp á tæplega 111 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá maí 2021. Dóminn má lesa hér. Þá var Icelandair Group dæmt til að greiða Suðurhúsum 138 milljónir króna í vangoldna leigu en þar af ætti Berjaya Hotels Iceland, sem keypti hótelið af Icelandair Group á þeim tíma sem umræddur vandi varð, að greiða hluta af upphæðinni. Dóminn má lesa hér.
Hótel á Íslandi Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. 12. apríl 2023 21:36