Ófyrirséð skakkaföll Berjaya og Icelandair Group fara fyrir Hæstarétt Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2023 21:36 Húsnæði Reykjavík Konsúlat Hotel við Hafnarstræti 17-19 er í eigu Suðurhúsa, sem er í meirihlutaeigu Skúla Gunnars Sigfússonar, oftast kenndur við Subway. Icelandair Hotels Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Berjaya Hotels og Icelandair Group gegn fasteignafélaginu Suðurhúsum vegna húsaleigu sem fyrirtækin greiddu ekki í kórónuveirufaraldurinn. Málið er sagt hafa fordæmisgildi fyrir áhrif ófyrirséðra og óviðráðanlegra atvika á samninga. Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Málið snýst um leigugreiðslur Berjaya og Icelandair Group til Suðurhúsa ehf. fyrir húsnæði við Hafnarstræti 17-19 í Reykjavík sem hýsir Konsúlat hótel. Hótelkeðjan greiddi aðeins fimmtung af umsaminni leigu þegar faraldurinn stóð sem hæst frá apríl til nóvember 2020. Bar keðjan fyrir sig ófyrirséð og óviðráðanleg atvik (force majeure) um að hún þyrfti ekki að greiða fulla leigu með vísan til faraldursins. Hótelinu var lokað um tíma og var keðjan rekin með miklu tapi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrirtækin tvö upphaflega til þess að greiða Suðurhúsum vongoldna leigu enda væri ekkert ákvæði um ófyrirséð atvik í samningi þeirra. Þau áfrýjuðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að um ófyrirséð atvik hefði vissulega verið að ræða. Það þýddi þó ekki að greiðslurnar féllu niður eftir að faraldrinum lauk. Berjaya og Icelandair Group var gert að greiða Suðurhúsum sameiginlega 109 milljónir króna í vangoldna húsaleigu. Icelandair Group þurfti auk þess að greiða eitt 137 milljónir króna. Berjaya og Icelandair Group lögðu í kjölfarið fram málskotsbeiðni til Hæstaréttar. Byggðu fyrirtækin á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi um áhrif ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika á skuldbindingargildi samninga í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim forsendum að dómur í málinu gæti haft verulegt almennt gildi um efndir og uppgjör í samningssambandi með hliðsjón af áhrifum ófyrirsjáanlegra og óviðráðanlegra ytri atvika og þýðingu ógildingarreglna samningaréttar við slíkt uppgjör.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Hótel á Íslandi Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira