Handbolti

Vals­menn í 8-liða úr­slit Evrópubikarsins

Siggeir Ævarsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sjö mörk í kvöld
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sjö mörk í kvöld Vísir/Pawel

Valur er kominn í 8-liða úrslit Evrópubikarsins í handbolta eftir frækinn sigur á Metal­ plastika Sa­bac, en seinni leikur liðanna fór fram í Serbíu í kvöld. 

Lokatölur leiksins urðu 28-30 en Valsmenn unnu fyrri leikinn á Hlíðarenda um liðna helgi 27-26. Valur fór vel af stað og náðu upp þriggja marka forskoti en eftir það komust heimamenn betur í takt við leikinn og leiddu í hálfleik, 16-12.

Hálfsleikræða Óskar Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, hefur sennilega snúist um áherslur í vörninni, en heimamenn skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum síðari hálfsleiks og staðan orðin 20-20. Valsmenn náðu svo þriggja marka forskoti, 24-27, sem þeir náðu að verja til loka. Lokatölur 28-30 og Valsmenn komnir áfram í 8-liða úrslit.

Markahæstur Valsara var Úlfar Páll Monsi Þórðarson sem skoraði tíu mörk og Benedikt Óskar Gunnarsson kom næstur með sjö.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×