Ríkjandi bikarmeistarar, Eyjakonur og Mosfellingar, eru úr leik í keppninni og geta því ekki varið titla sína.
Stjarnan og Valur eru með lið sín í undanúrslitum hjá bæði körlum og konum.
Í undanúrslitum karla, sem fram fara 6. mars, mætast annars vegar Stjarnan og Valur, og hins vegar ÍBV og Haukar sem marga hildina hafa háð í gegnum árin.

Í undanúrslitum kvenna, sem leikin verða 7. mars, mæta ÍR-ingar liði Vals en Stjarnan mætir Selfossi, eina 1. deildarliðinu sem komst í Höllina.
Úrslitaleikirnir fara fram laugardaginn 9. mars.