Handbolti

Arnór færir sig um set og verður læri­sveinn Guð­jóns Vals

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Snær Óskarsson leikur með Gummersbach út tímabilið.
Arnór Snær Óskarsson leikur með Gummersbach út tímabilið. Gummersbach

Handknattleiksmaðurinn Arnór Snær Óskarsson er genginn til liðs við Íslendingalið Gummersbach og mun leika með liðinu út yfirstandandi tímabil.

Arnór kemur til liðsins á láni frá öðru Íslendingaliði, Rhein-Neckar Löwen, þar sem Arnór var liðsfélagi Ýmis Arnar Gíslasonar. Hjá Löwen hafa tækifærin hins vegar verið af skornum skammti síðan hann fór þangað frá Val síðasta sumar.

Hjá Gummersbach mun Arnór hins vegar leika með öðrum línu- og varnarmanni íslenska landsliðsins, Elliða Snæ Viðarssyni, ásamt því að Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.

„Við erum fyrst og fremst þakklátir fyrir það að við höfum getað fengið Arnór á láni frá Löwen,“ segir Guðjón Valur á heimasíðu Gummersbach.

„Við erum í meiðslavandræðum í hægri skyttustöðunni og þess vegna er ég virkilega ánægður með að Arnór geti hjálpað okkur út tímabilið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×