Kíkti í keilu með Hetti: „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 11:31 Andri Már Eggertsson, Nablinn, tók stöðuna á Hattarmönnum í Keiluhöllinni eftir að leik þeirra gegn Keflavík var frestað. Vísir/Stöð2 Sport Liðsmenn Hattar frá Egilsstöðum þurftu að finna sér eitthvað annað að gera í höfuðborginni síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að leik þeirra gegn Keflavík í Subway-deild karla var frestað. Þeir ákváðu því að skella sér í keilu til að stytta sér stundir. Leik Keflavíkur og Hattar var frestað vegna hitavatnsleysis í Keflavík eftir að hraun flæddi yfir hitavatnslögn bæjarins og skemmdi hana. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hefði viljað spila leikinn fyrst lið hans var komið suður alla leið frá Egilsstöðum og sagði að sínir menn gætu alveg eins farið í sturtu annars staðar. Viðari varð þó ekki að ósk sinni og því var ákveðið að gera gott úr ferðinni og skella sér í keilu. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn eins og hann er oft kallaður, fékk að fljóta með og fylgjast með hópefli Hattarmanna. „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu, hvernig ert þú?“ var fyrsta spurning Nablans til Viðars, og var hann þá að vísa í viðtal við Viðar þar sem hann bölvaði Gísla Marteini á sumardekkjunum eftir að hans lið mætti seint í leik gegn Þór Þorlákshöfn vegna snjóþunga á suðurlandinu. Viðar lét þó ekki slá sig út af laginu. „Góður í keilu,“ svaraði Viðar einfaldlega og hló. Viðar stóð svo á endanum við stóru orðin og stóð uppi sem sigurvegari í A-riðli þeirra Hattarmanna. Sæþór Elmar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari í B-riðli og endaði með mun fleiri stig en Viðar. Hann sakaði þjálfarann sinn því um að brögð væru í tafli, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nablinn í keilu með Hetti Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Leik Keflavíkur og Hattar var frestað vegna hitavatnsleysis í Keflavík eftir að hraun flæddi yfir hitavatnslögn bæjarins og skemmdi hana. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hefði viljað spila leikinn fyrst lið hans var komið suður alla leið frá Egilsstöðum og sagði að sínir menn gætu alveg eins farið í sturtu annars staðar. Viðari varð þó ekki að ósk sinni og því var ákveðið að gera gott úr ferðinni og skella sér í keilu. Andri Már Eggertsson, eða Nablinn eins og hann er oft kallaður, fékk að fljóta með og fylgjast með hópefli Hattarmanna. „Allir óvinir Gísla Marteins halda að þeir séu góðir í keilu, hvernig ert þú?“ var fyrsta spurning Nablans til Viðars, og var hann þá að vísa í viðtal við Viðar þar sem hann bölvaði Gísla Marteini á sumardekkjunum eftir að hans lið mætti seint í leik gegn Þór Þorlákshöfn vegna snjóþunga á suðurlandinu. Viðar lét þó ekki slá sig út af laginu. „Góður í keilu,“ svaraði Viðar einfaldlega og hló. Viðar stóð svo á endanum við stóru orðin og stóð uppi sem sigurvegari í A-riðli þeirra Hattarmanna. Sæþór Elmar Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari í B-riðli og endaði með mun fleiri stig en Viðar. Hann sakaði þjálfarann sinn því um að brögð væru í tafli, en þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nablinn í keilu með Hetti
Subway-deild karla Höttur Körfuboltakvöld Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira