Hroki og hleypidómar Bergmann Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2024 14:01 Nú í vikunni féll áhugaverður dómur hjá héraðsdómi Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Persónuvernd varðandi úrskurð stofnunarinnar á Seesaw-nemendakerfinu. Málið snerist um úrskurð Persónuverndar árið 2021 sem lagði m. a. 5 milljón króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og krafði borgina um að eyða öllum gögnum úr kerfinu sem var gert. Ekki var farið í að leita lausna með skólakerfinu til að valda ekki skaða eins og eðlilegt hefði verið hjá stjórnvaldi eins og Persónuvernd. Skólar landsins fylgdu að sjálfsögðu í kjölfarið og gerðu slíkt hið sama og Reykjavíkurborg. Þúsundir vinnustunda fóru þar fyrir bí og frábær kennsluverkefni hurfu í ruslið. Fannst okkur í skólakerfinu Persónuvernd fara fram með offorsi og að vilji stofnunarinnar til að vinna með skólunum væri enginn. Meira máli virtist skipta að Persónuvernd gæti merkt við að stofnunin hefði haft rétt fyrir sér heldur en að hugsa um hag nemenda og þann skaða sem myndi hljótast af því að hætta að nota kerfið og eyða öllum gögnum úr því. Undir þennan úrskurð skrifuðu hvorki fleiri né færri en fimm aðilar frá Persónuvernd og var málið blásið út af hálfu stofnunarinnar sem var nú að eigin mati að koma börnum þessa lands til hjálpar gegn hinu illa skólakerfi og stórhættulegri tölvutækni. Nú, þegar öll kurl eru komin til grafar, kemur það upp á yfirborðið að ekki stendur steinn yfir steini hjá Persónuvernd eins og þá sem hafa lesið úrskurð stofnunarinnar frá 2021 hefur lengi grunað. Vald er nefnilega vandmeðfarið eins og kemur bersýnilega í ljós þegar um er að ræða stofnun sem enginn kjörinn fulltrúi ber ábyrgð á. Persónuvernd ræður og enginn má draga rök og málatilbúnað stofnunarinnar í efa eins og kom greinilega í ljós þegar reynt var að ræða málin eftir að úrskurður féll. Kerfið átti sko alls ekki að nota lengur, hvað sem skólarnir sögðu. Eins og kennarar landsins vita er Seesaw-kerfið nefnilega einstakt þegar kemur að námi og kennslu. Seesaw er sérstaklega áhrifaríkt þegar kemur að þeim nemendum sem standa höllum fæti þegar um er að ræða hefðbundna kennslu. Kerfið ýtir undir sköpun og fjölbreytt skil og hefur sannað gildi sitt í kennslustofum landsins, aftur og aftur. Aldrei sást þetta betur en þegar skólar landsins lokuðu í Covid faraldrinum og hægt var að halda úti merkingarbærri kennslu í gegnum kerfið. Af reynslu veit ég að fjölmargir nemendur hafa látið ljós sitt skína í gegnum kerfið og þeir kennarar sem notuðu það sakna þess enn. Ávinningur þess að nota Seesaw í skólastarfi á landinu var mikill og olli það miklum skaða þegar Persónuvernd lét loka fyrir kerfið, eitt Evrópulanda. Undirritaður hefur verið í þó nokkrum samskiptum við Persónuvernd síðan stofnunin lét loka Seesaw og hafa þau samskipti ekki verið til að ýta undir álit mitt á þessari stofnun. Einn lögfræðingurinn sagði mér hreint út að hann gæti ekkert aðstoðað mig þar sem stofnunin gæti þurft að úrskurða í málunum, þrátt fyrir að Persónuvernd eigi að vera ráðgefandi, en sá hluti starfseminnar hefur verið ósýnilegur til þessa, allavega fyrir okkur skólafólk. Ekki voru þessi svör til að ýta undir traust mitt á því að stofnunin hafi getu til að vita hvernig hlutirnir eigi að vera. Greinilega hefur hlutverk Persónuverndar ekki verið kynnt fyrir starfsfólki á þeim tíma sem ég var í samskiptum við stofnunina, en um hlutverk Persónuverndar segir: „Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.” Að láta loka fyrir afskaplega gagnlegt kerfi án almennilegs rökstuðnings eða að veita tækifæri til úrbóta er hins vegar greinilega vinnulag stofnunarinnar og fellur ekki að ofangreindri lýsingu á hlutverki hennar. Það er augljóst að stofnunin er rúin trausti eftir þennan dóm og geta hennar til að úrskurða á faglegan og heiðarlegan hátt í málum sem hún tekur fyrir og snúa að skólakerfinu hlýtur hér eftir að vera dregin stórlega í efa. Ber síðan einhver ábyrgð? Hvað segir stjórn Persónuverndar eða forstjóri stofnunarinnar sem fór með himinskautum í fjölmiðlum eftir úrskurðinn 2021? Er það bara hið íslenska, ÚPS, ekki mér að kenna? Það er morgunljóst að skaðinn af þessum úrskurði og vangeta stofnunarinnar við að vinna að lausnum með sveitarfélögum, skólum og ráðuneyti menntamála er mikill. Vinnutap kennara við að missa alla sína vinnu sem lögð var í kerfið til að nýta á komandi árum hleypur á tugum milljóna og ekki er einu sinni hægt að meta til fjár það tap sem nemendur og skólakerfið hafa orðið fyrir vegna lokunar kerfisins. Ætlar Persónuvernd að bæta það? Verður beðist afsökunar á vinnulaginu? Líklega mun ekkert gerast. Enginn stjórnmálamaður kemur nálægt eylandi Persónuverndar sem þarf ekki að svara fyrir neitt. Það kemur svo sem ekkert á óvart hér á landi. En ég kveð ykkur með tilvitnun sem rituð var á Vísi í október í fyrra. „Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa.” – Úr grein eftir forstjóra Persónuverndar sem birtist í Vísi, 19. október árið 2023. Orð að sönnu. Höfundur er verkefnastjóri í upplýsingtækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni féll áhugaverður dómur hjá héraðsdómi Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Persónuvernd varðandi úrskurð stofnunarinnar á Seesaw-nemendakerfinu. Málið snerist um úrskurð Persónuverndar árið 2021 sem lagði m. a. 5 milljón króna stjórnvaldssekt á Reykjavíkurborg og krafði borgina um að eyða öllum gögnum úr kerfinu sem var gert. Ekki var farið í að leita lausna með skólakerfinu til að valda ekki skaða eins og eðlilegt hefði verið hjá stjórnvaldi eins og Persónuvernd. Skólar landsins fylgdu að sjálfsögðu í kjölfarið og gerðu slíkt hið sama og Reykjavíkurborg. Þúsundir vinnustunda fóru þar fyrir bí og frábær kennsluverkefni hurfu í ruslið. Fannst okkur í skólakerfinu Persónuvernd fara fram með offorsi og að vilji stofnunarinnar til að vinna með skólunum væri enginn. Meira máli virtist skipta að Persónuvernd gæti merkt við að stofnunin hefði haft rétt fyrir sér heldur en að hugsa um hag nemenda og þann skaða sem myndi hljótast af því að hætta að nota kerfið og eyða öllum gögnum úr því. Undir þennan úrskurð skrifuðu hvorki fleiri né færri en fimm aðilar frá Persónuvernd og var málið blásið út af hálfu stofnunarinnar sem var nú að eigin mati að koma börnum þessa lands til hjálpar gegn hinu illa skólakerfi og stórhættulegri tölvutækni. Nú, þegar öll kurl eru komin til grafar, kemur það upp á yfirborðið að ekki stendur steinn yfir steini hjá Persónuvernd eins og þá sem hafa lesið úrskurð stofnunarinnar frá 2021 hefur lengi grunað. Vald er nefnilega vandmeðfarið eins og kemur bersýnilega í ljós þegar um er að ræða stofnun sem enginn kjörinn fulltrúi ber ábyrgð á. Persónuvernd ræður og enginn má draga rök og málatilbúnað stofnunarinnar í efa eins og kom greinilega í ljós þegar reynt var að ræða málin eftir að úrskurður féll. Kerfið átti sko alls ekki að nota lengur, hvað sem skólarnir sögðu. Eins og kennarar landsins vita er Seesaw-kerfið nefnilega einstakt þegar kemur að námi og kennslu. Seesaw er sérstaklega áhrifaríkt þegar kemur að þeim nemendum sem standa höllum fæti þegar um er að ræða hefðbundna kennslu. Kerfið ýtir undir sköpun og fjölbreytt skil og hefur sannað gildi sitt í kennslustofum landsins, aftur og aftur. Aldrei sást þetta betur en þegar skólar landsins lokuðu í Covid faraldrinum og hægt var að halda úti merkingarbærri kennslu í gegnum kerfið. Af reynslu veit ég að fjölmargir nemendur hafa látið ljós sitt skína í gegnum kerfið og þeir kennarar sem notuðu það sakna þess enn. Ávinningur þess að nota Seesaw í skólastarfi á landinu var mikill og olli það miklum skaða þegar Persónuvernd lét loka fyrir kerfið, eitt Evrópulanda. Undirritaður hefur verið í þó nokkrum samskiptum við Persónuvernd síðan stofnunin lét loka Seesaw og hafa þau samskipti ekki verið til að ýta undir álit mitt á þessari stofnun. Einn lögfræðingurinn sagði mér hreint út að hann gæti ekkert aðstoðað mig þar sem stofnunin gæti þurft að úrskurða í málunum, þrátt fyrir að Persónuvernd eigi að vera ráðgefandi, en sá hluti starfseminnar hefur verið ósýnilegur til þessa, allavega fyrir okkur skólafólk. Ekki voru þessi svör til að ýta undir traust mitt á því að stofnunin hafi getu til að vita hvernig hlutirnir eigi að vera. Greinilega hefur hlutverk Persónuverndar ekki verið kynnt fyrir starfsfólki á þeim tíma sem ég var í samskiptum við stofnunina, en um hlutverk Persónuverndar segir: „Persónuvernd hefur eftirlit með því að farið sé að lögum og öðrum reglum um vinnslu persónuupplýsinga og að bætt sé úr annmörkum og mistökum.” Að láta loka fyrir afskaplega gagnlegt kerfi án almennilegs rökstuðnings eða að veita tækifæri til úrbóta er hins vegar greinilega vinnulag stofnunarinnar og fellur ekki að ofangreindri lýsingu á hlutverki hennar. Það er augljóst að stofnunin er rúin trausti eftir þennan dóm og geta hennar til að úrskurða á faglegan og heiðarlegan hátt í málum sem hún tekur fyrir og snúa að skólakerfinu hlýtur hér eftir að vera dregin stórlega í efa. Ber síðan einhver ábyrgð? Hvað segir stjórn Persónuverndar eða forstjóri stofnunarinnar sem fór með himinskautum í fjölmiðlum eftir úrskurðinn 2021? Er það bara hið íslenska, ÚPS, ekki mér að kenna? Það er morgunljóst að skaðinn af þessum úrskurði og vangeta stofnunarinnar við að vinna að lausnum með sveitarfélögum, skólum og ráðuneyti menntamála er mikill. Vinnutap kennara við að missa alla sína vinnu sem lögð var í kerfið til að nýta á komandi árum hleypur á tugum milljóna og ekki er einu sinni hægt að meta til fjár það tap sem nemendur og skólakerfið hafa orðið fyrir vegna lokunar kerfisins. Ætlar Persónuvernd að bæta það? Verður beðist afsökunar á vinnulaginu? Líklega mun ekkert gerast. Enginn stjórnmálamaður kemur nálægt eylandi Persónuverndar sem þarf ekki að svara fyrir neitt. Það kemur svo sem ekkert á óvart hér á landi. En ég kveð ykkur með tilvitnun sem rituð var á Vísi í október í fyrra. „Íslendingar eru það lánsamir að búa í réttarríki, samfélagi þar sem lög gilda og mannréttindi eru virt. Í þannig samfélagi virka lög ekki eins og kræsingar á jólahlaðborði þar sem þú velur hvað þér líst best á og hverju þú ákveður að sleppa.” – Úr grein eftir forstjóra Persónuverndar sem birtist í Vísi, 19. október árið 2023. Orð að sönnu. Höfundur er verkefnastjóri í upplýsingtækni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun