HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 13:16 Íslenska karlalandsliðið endaði í 10. sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland segir frá úthlutuninni á heimasíðu sinni. Handknattleikssamband Íslands fær langmest af íþróttasamböndunum eða meira en 84,8 milljónir króna. HSÍ var með bæði A-landslið sín á stórmótum á síðasta ári og þau eiga bæði góða möguleika á að endurtaka leikinn í gær. Styrkurinn til HSÍ er meira en 35 milljónum meira en Fimleikasamband Íslands sem fær næst mest eða 49,5 milljónir króna. Sundsamband Íslands er síðan í þriðja sæti með 39,8 milljónir, Frjálsíþróttasambandið fær 37,9 milljónir, Körfuknattleikssambandið fær 33,9 milljónir og Skíðasambandið fær 33,7 milljónir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 milljónir króna en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Knattspyrnusamband Íslands er ekki eitt af þessum samböndum. Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári. Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Í reglugerðinni kemur fram að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ skal árlega flokka sérsambönd í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambandsins, hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga. Flokkun sérsambanda í afreksflokka og tillögur um úthlutanir skulu lagðar fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til endanlegrar staðfestingar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkveitingarnar skiptast í ár. HSÍ ÍSÍ Sund Körfubolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland segir frá úthlutuninni á heimasíðu sinni. Handknattleikssamband Íslands fær langmest af íþróttasamböndunum eða meira en 84,8 milljónir króna. HSÍ var með bæði A-landslið sín á stórmótum á síðasta ári og þau eiga bæði góða möguleika á að endurtaka leikinn í gær. Styrkurinn til HSÍ er meira en 35 milljónum meira en Fimleikasamband Íslands sem fær næst mest eða 49,5 milljónir króna. Sundsamband Íslands er síðan í þriðja sæti með 39,8 milljónir, Frjálsíþróttasambandið fær 37,9 milljónir, Körfuknattleikssambandið fær 33,9 milljónir og Skíðasambandið fær 33,7 milljónir. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2024 er 392 milljónir króna en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður er einnig fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri getspá, samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 32 sérsamböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Knattspyrnusamband Íslands er ekki eitt af þessum samböndum. Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2024 er áætlaður nema um 2.108 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins því um 24% af heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um, sem er aðeins hærri prósenta en á síðasta ári. Breyting var gerð á reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ í nóvember 2023. Helstu breytingar voru þær að nú eru sérsambönd flokkuð í tvo afreksflokka í stað þriggja áður, þ.e. Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Fer flokkunin að mestu eftir umfangi alþjóðlegrar mótaþátttöku og alþjóðlegum árangri. Í reglugerðinni kemur fram að stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ skal árlega flokka sérsambönd í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Sérsambönd raðast í flokka eftir besta árangri innan sérsambandsins, hvort heldur vegna liða/hópa eða einstaklinga. Flokkun sérsambanda í afreksflokka og tillögur um úthlutanir skulu lagðar fyrir framkvæmdastjórn ÍSÍ til endanlegrar staðfestingar. Hér fyrir neðan má sjá hvernig styrkveitingarnar skiptast í ár.
HSÍ ÍSÍ Sund Körfubolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira