Látum verkin tala! Tómas A. Tómasson skrifar 5. febrúar 2024 07:31 Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun