Látum verkin tala! Tómas A. Tómasson skrifar 5. febrúar 2024 07:31 Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 43 ár síðan ég opnaði Tommaborgara 14. mars 1981. Síðan þá hef ég rekið Hard Rock Café, Hótel Borg, skemmtistaðinn Amma Lú og svo stofnaði ég Kaffibrennsluna árið 1996. En fyrsta alvöru stjórnunarhlutverk mitt var þegar ég sá um reksturinn á Félagsheimilinu Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 (þegar upp er staðið var það ánægjulegasta og lærdómsríkasta tímabíl ævi minnar). Eitt af því sem ég hef lært af fyrirtækjarekstri í gegnum árin er að það dugar ekki að tala endalaust. Til þess að ná árangri þarf maður að setja orkuna í að framkvæma. Frá því að ég var kosinn á þing árið 2021 hefur það verið mér hugleikið hve mikið þingmenn eiga að tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig, á meðan lítil áhersla er lögð á að framkvæma þá hluti sem endalaust er verið að tala um. Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi á níræðisaldri, blessuð sé minning hennar, hélt blaðamannafund í hjúkrunarrými sínu árið 2015 til að vekja athygli á því hvernig þeir eldri borgarar sem flytja á hjúkrunarheimili eru sviptir fjárræði. Ellilífeyrir þeirra er felldur niður og í staðinn fær fólk vasapeninga, sem varla duga upp í nös á ketti. Guðrún hvatti landsmenn til að standa við bakið á sér og „sjá til þess að allir vasapeningar hverfi og fólkið fái til baka allan sinn ellilífeyri“ og fái að halda sinni reisn og borga sína reikninga sjálft. Í kjölfar þessa blaðamannafundar fékk Guðrún fund með þáverandi félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttur, sem sagðist binda vonir við að hægt væri að taka upp breytt kerfi áður en langt um liði. Félagsmálaráðherra skipaði starfshóp um afnám vasapeningafyrirkomulagsins í maí 2016. Starfshópurinn hefur enn ekki skilað niðurstöðu. Í skriflegu svari félags- og jafnréttismálaráðherra árið 2018 kom fram að vinna starfshópsins væri enn á undirbúningsstigi. Lítið hefur breyst síðan þá. Þessi starfshópur hefur því verið á „undirbúningsstigi“ í 9 ár. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að afnema vasapeningafyrirkomulagið á ári hverju undanfarin sex ár. Við munum halda því áfram. Stjórnarflokkarnir neita að hleypa málinu út úr nefnd og afleiðingin er engin breyting. EKKERT. Í myndinn Purple Rain með Prince er þessi setning sögð: „Are you going to do it or just talk about it“? Ætlarðu að framkvæma eða bara tala? Fólkið fyrst, svo allt hitt. Áfram veginn! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar