Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 07:30 Viggó Kristjánsson er búinn að standa sig vel á Evrópumótinu en fram undan er afar mikilvægur lokaleikur við Austurríki. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira