Þjóðverjar snýttu Ungverjum eftir slaka byrjun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 21:30 Julian Koster var frábær í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi unnu Ungverjaland með sjö marka mun í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta, lokatölur 35-28. Sigur Þýskalands hefur því miður ekki jákvæð áhrif á Ólympíudrauma Íslands. Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sjá meira
Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Sjá meira
Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti