Króatísk goðsögn ósátt með liðið: „Eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Filip Glavas og félagar hans í króatíska landsliðinu hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM. getty/Tom Weller Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari með króatíska handboltalandsliðinu er ekki hrifinn af frammistöðu þess á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi. EM 2024 í handbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira