Handbolti

Serbar láta þjálfarann fara eftir slakt gengi á EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Toni Gerona er ekki lengur þjálfari Serba.
Toni Gerona er ekki lengur þjálfari Serba. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images

Serbneska handknattleikssambandið hefur látið spænska þjálfarann Toni Gerona taka poka sinn eftir slakt gengi serbneska landsliðsins á EM í handbolta sem nú fer fram.

Serbneska liðið lék í C-riðli með íslensku strákunum okkar og voru óheppnir að fá aðeins eitt stig út úr leik sínum við íslenska liðið. Það reyndist þó eina stig Serba á mótinu, en liðið tapaði naumlega gegn bæði Ungverjum og Svartfellingum.

Líkt og íslenska liðið ætluðu Serbar sér að vinna sér inn sæti í forkeppni Ólympíuleikanna með góðu gengi á Evrópumótinu, en nú er ljóst að ekkert verður úr þeim markmiðum. Liðið hafnaði í neðsta sæti C-riðils og í 19. sæti EM í heildina.

Gerona hafði stýrt serbneska liðinu í um þrjú og hálft ár. Undir hans stjórn hafnaði liðið í 14. sæt­inu á EM 2022 og í 11. sæti á HM 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×