Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2024 15:35 Julian Köster skömmu áður en hann skoraði sigurmark Þjóðverja gegn Íslendingum. Hann tók að minnsta kosti fjögur skref áður en hann skaut á markið. getty/Tom Weller Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira