Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Aron Guðmundsson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson bauð upp á áherslubreytingar í leik íslenska liðsins í leiknum gegn Þjóðverjum í gær. Leitað var í grunninn og er Snorra Steini hrósað fyrir það. VÍSIR/VILHELM Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira