„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 08:02 Aron Pálmarsson steig mörg fyrstu skref sín á stórglæsilegum atvinnumannsferli undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar. Þeir hittast í Köln í kvöld. Getty/Sascha Steinbach „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira