Handbolti

Króatía í sama milli­riðil og Ís­land

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luka Lovre Klarica var illviðráðanlegur í liði Króatíu.
Luka Lovre Klarica var illviðráðanlegur í liði Króatíu. Harry Langer/Getty Images

Króatía tryggði sér sæti í milliriðli á Evrópumóti karla í handknattleik með sex marka sigri á Rúmeníu í B-riðli, lokatölur 31-25. Króatía og Ísland munu því mætast í milliriðli en Ísland er komið þangað eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu.

Eins og lokatölur gefa til kynna var sigurinn heldur sannfærandi. Luka Lovre Klarica var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. Nicusor Andrei Negru var frábær í liði Rúmeníu en hann skoraði 9 mörk.

Króatía endar sem sigurvegari B-riðils með fimm stig en Rúmenía situr á botninum án stiga. Síðar í kvöld mætast Spánn og Austurríki í úrslitaleik um sæti í milliriðli. Spánn þarf á sigri að halda á meðan Austurríki dugir jafntefli.

Í A-riðli vann Norður-Makedónía tveggja marka sigur á Sviss, lokatölur 29-27. Um var að ræða fyrsta sigur N-Makedóníu sem endar með tvö stig á meðan Sviss er með eitt í neðsta sæti. Síðar í kvöld mætast Þýskaland og Frakkland í úrslitaleik um toppsæti riðilsins.


Tengdar fréttir

Svartfellingar sendu Ísland áfram í milliriðil

Svartfjallaland vann 30-29 gegn Serbíu. Báðar þjóðir hafa lokið keppni á Evrópumótinu. Ísland er með tryggt sæti í milliriðlinum og þarf ekki að vinna leik sinn gegn Ungverjalandi á eftir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×