Handbolti

Georgía og Tékk­land með sínu fyrstu sigra á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Giorgi Tskhovrebadze átti góðan leik í dag.
Giorgi Tskhovrebadze átti góðan leik í dag. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF

Georgía og Tékkland unnu í dag sína fyrstu leiki á Evrópumótinu í handbolta. Georgía lagði Bosníu & Hersegóvínu á meðan Tékkland lagði Grikkland. Sigrarnir skipta þó litlu þar sem engin af liðunum gátu komist áfram í 8-liða úrslit.

Georgía og Bosnía & Hersegóvína mættust í E-riðli. Fór það svo að Georgía vann þriggja marka sigur, lokatölur 22-19. Giorgi Tskhovrebadze var markahæstur í liði Georgíu með 7 mörk. Hjá Bosníu & Hersegóvínu var Marko Panić markahæstur, sömuleiðis með 7 mörk.

Svíþjóð og Holland mætast síðar í kvöld. Sigurvegarinn vinnur riðilinn og fer áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Georgía endar með tvö stig en Bosnía & Hersegóvína rekur lestina án stiga.

Í F-riðli vann Tékkland sannfærandi níu marka sigur á Grikklandi, lokatölur 29-20. Jakub Štěrba var markahæstur í liði Tékklands með 7 mörk á meðan Christos Kederis skoraði 5 mörk í liði Grikklands.

Síðar í kvöld mætast Danmörk og Portúgal en sigurvegarinn vinnur riðilinn og fer áfram í milliriðil með fullt hús stiga. Tékkland er í 3. sæti með tvö stig en Grikkland endar án stiga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×