Handbolti

Ung­verja­land marði Serbíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bence Banhidi var frábær í kvöld.
Bence Banhidi var frábær í kvöld. EPA-EFE/Anna Szilagyi

Dramatíkin í C-riðli EM karla í handbolta heldur áfram en Ungverjaland skreið á topp riðilsins með eins marks sigri á Serbíu. Fyrr í dag hafði Ísland unnið hádramatískan sigur á Svartfjallalandi.

Sigurinn var þó ef til vill ekki jafn naumur og raun bar vitni en Ungverjaland var þremur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka. Serbía skoraði hins vegar síðustu tvö mörk leiksins sem lauk með 28-27 sigri Ungverjalands.

Bence Banhidi var markahæstur hjá Ungverjum með 9 mörk á meðan Nemanja Ilic og Vukasin Vorkapic skoruðu 5 mörk hvor í liði Serbíu.

Sigurinn þýðir að Ungverjum dugir jafntefli gegn Íslandi til að vinna riðilinn. Ungverjar vilja þó eflaust sigur til að fara með sem flest stig í milliriðil. Ísland þarf sigur til að vinna riðilinn.

Þýskaland er komið á topp A-riðils eftir þægilegan sigur á Norður-Makedóníu, lokatölur 34-25. Þýskaland og Frakkland mætast í lokaleik riðlakeppninnar og þurfa Frakkar sigur til að vinna riðilinn á meðan Þjóðverjum dugir jafntefli.

Í B-riðli gerðu Króatía og Austurríki jafntefli, 28-28. Það þýðir að bæði lið eru með 3 stig að loknum tveimur umferðum. Spánn er í 3. sæti og þarf sigur gegn Austurríki í lokaumferðinni til að komast áfram. 

Króatía er hins vegar komið áfram og skiptir leikur liðsins gegn Rúmeníu – sem er án stiga - í lokaumferðinni litlu máli upp á framhaldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×