Handbolti

Samfélagsmiðlar: Vit­laus skipting bjargaði Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þúsundir Íslendinga studdu frábærlega við liðið þegar mest á reyndi í kvöld.
Þúsundir Íslendinga studdu frábærlega við liðið þegar mest á reyndi í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil.

Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð.

Hjá sumum var stemning, hjá öðrum var kvíði og aðrir vildu helst að leikurinn yrði endalaus.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Hann fór þó illa með fjölmörg færi líkt og svo margir aðrir leikmenn í dag.

Rikki G vildi meira - og fékk meira - frá tvíeykinu sem leikur listir sínar með Evrópumeisturum Magdeburg. 

Stiven Tobar Valencia skoraði sitt fyrsta mark á mótinu.

Björgvin Páll Gústavsson mætti í markið í síðari hálfleik.

Langur vegur framundan, markvörður gestanna var leiðinlega góður, Belgía og ÁTVR.

Ótrúleg mistök Svartfellinga lögðu grunninn að sigri Íslands.

Sigur var það heillin en stressið sagði til sín.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×