Viðskipti erlent

Sam­þykktu endur­skipu­lagningu Viaplay

Atli Ísleifsson skrifar
Streymisveitan var stofnuð árið 2007 og opnaði á Íslandi árið 2020.
Streymisveitan var stofnuð árið 2007 og opnaði á Íslandi árið 2020. Viaplay

Hluthafar sænska streymisfyrirtækisins Viaplay Group hafa samþykkt endurskipulagningu á félaginu sem leiðir til þess að franski fjölmiðla- og fjarskiptarisinn Canal+ Group og tékkneska fjárfestingafélagið PPF hafa eignast hvor um sig 29,3 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Þetta var samþykkt á sérstökum aðalfundi félagsins sem fram fór á miðvikudaginn.

Í tilkynningu frá Viaplay Group segir að endurfjármögnunaráætlun félagsins muni afla fjögurra milljarða sænskra króna, um 54 milljarða íslenskra króna, með útgáfu nýrra hluta ásamt leiðréttingu eða endursamkomulagi á núverandi skuldum.

Á fundinum var einnig samþykkt sala á hlutum félagsins í mið- og austur-evrópska framleiðandanum Paprika til ungverska búnaðarins Poblano.

Samhliða endurfjármögnuninni láta núverandi hluthafar Viaplay af stöðu sinni. Gengi félagsins lækkaði mikið síðasta árið og er ætlunin að rétta úr kútnum með samþykktri endurskipulagningunni.

Viaplay er með milljónir áskrifenda bæði í Evrópu og Norður-Amerínu en streymisveitan var stofnuð árið 2007 og opnaði á Íslandi árið 2020. Á síðasta ári gerði Sýn víðtækan samstarfssamning við Viaplay sem fól í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×