Líkurnar meiri en minni á gosi í Grímsvötnum Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:26 Magnús Tumi Guðmundsson segir líkurnar meiri en minni á að gos hefjist brátt í Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir meiri líkur en minni á því að eldgos hefjist í Grímsvötnum á næstunni. Þau sýni öll merki þess. Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum. „Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
„Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Fleiri fréttir Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent