David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 12:30 David Okeke í leik með Haukum í vetur á móti Val. Hann lenti í óhugnanlegu atviki á Sauðárkróki en er byrjaður aftur að spila á fullu. Vísir/Anton Brink David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli. Subway-deild karla Haukar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
David Okeke hneig niður í leik Hauka og Tindastóls þann 23. nóvember síðastliðinn. Hann var fluttur á sjúkrahús. David hafði áður átt við hjartavandamál að stríða á síðustu árum og var með bjargráð eftir aðgerð sem hann fór í árið 2018. Kristinn Jónasson, stjórnarmaður hjá Haukum, hefur verið að vinna með Okeke síðan atvikið varð og er að hjálpa honum að komast í betra form. Kristinn segir mikinn misskilning í gangi varðandi veikindi Okeke á Króknum. „Ég er búinn að vera að mæta með David og gera með honum æfingar svona líklega í einhver tíu til tólf skipti síðan að hann féll niður. Svo það sé á hreinu þá fékk hann ekki hjartaáfall og það er búið að fara með rangt mál í fjölmiðlum hvað það varðar,“ sagði Kristinn Jónsson í samtali við Vísi. „Hann fær of háan hjartslátt en hann var ekki búinn að vera að taka rétt lyf. Hjartað hans fer að slá of hratt og hann fellur í yfirlið þar sem að blóðþrýstingurinn hans lækkaði,“ sagði Kristinn. „Það var óregla í gangi á milli hjartsláttar og blóðþrýstings. Það veldur því að hann lendir í gáttaflökti og þá kemur bjargráðurinn inn. Hann setti þetta inn á Instagram reikning sinn sjálfur og það væri rangt mál að hann hefði farið í hjartastopp,“ sagði Kristinn. „Það hefði enginn sem hefði farið í hjartastopp eða fengið hjartaáfall, staðið aftur upp og beðið um skiptingu aftur inn í leikinn eins og sást á myndbandinu af leiknum. Ef þú færð hjartaáfall þá liggur þú eftir óvígur. mjög þreyttur og þú ert lengi að ná þér af slíku áfalli,“ sagði Kristinn. „David er búinn að vera harðduglegur og passar nú lyfin sín. Við erum gríðarlega ánægð með það hvernig hann hefur komið til baka sem leikmaður og persóna,“ sagði Kristinn. Okeke var með 10 stig og 12 fráköst á 21 mínútu í fyrsta leik eftir atvikið og var síðan mðe 26 stig á 36 mínútum í síðasta leik þar sem hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum utan af velli.
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira