Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Everage Lee Richardson í leik með Breiðabliksliðinu þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Vísir/Bára Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. Richardson er með íslenskt ríkisfang og hann hefur spilað frábærlega með Breiðabliki undanfarin ár. „Það er allt að verða vitlaust í botnbaráttunni í þessari deild. Blikar unnu frábæran sigur á Haukum í síðustu umferð,“ sagði Stefán Árni Pálsson og beindi síðan umræðunni að Everage sem var mjög góður í leiknum. „Hans langbesti leikur í langan tíma,“ sagði Tómas Steindórsson en Everage skoraði 25 stig í sigri Blika á móti Haukum. „Það eru vendingar í gangi,“ sagði Stefán. „Ég fer alltaf upp með símann, ég hringi í gárungana og fer með eyrað að götunni. Það sem gatan segir núna er það að Everage Richardson ákvað það fyrir þennan leik að hann ætlaði losa sig frá Blikum,“ sagði Tómas. „Hann vildi ekki vera þarna áfram og samkvæmt mínum heimildum þá var hann búinn að segja Blikunum það að hann vildi fara um áramótin. Blikarnir sögðu þá ekkert mál: Ef þú vilt ekki spila hérna þá viljum við ekki halda þér hérna,“ sagði Tómas. „Svo kemur hann með pappírana um félagsskiptin en þar stendur Haukar,“ sagði Tómas en er hann þá á leiðinni í Hauka? „Nei. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. Blikar sitja í fallsæti en eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Það stefnir því í harða fallbaráttu á milli félaganna tveggja. „Þegar þú ert í fallbaráttu þá er ein leiðin að taka bara besta leikmanninn úr hinu liðinu til þín. Mjög góð taktík,“ sagði Stefán Árni. „Nú heyrist mér að Blikarnir ætli ekki að hleypa honum neitt. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. „Nú er algjör pattstaða en vitum að Everage hefur spilað fyrir Maté Dalmay í mörg tímabil og hann bara að fara þangað. Það er ekki búið að krota undir neitt og það verður forvitnilegt að sjá hvort Everage verði með Blikum eða hvort hann sé farinn í verkfall,“ sagði Tómas. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Framtíðin hjá Everage Subway-deild karla Breiðablik Haukar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Richardson er með íslenskt ríkisfang og hann hefur spilað frábærlega með Breiðabliki undanfarin ár. „Það er allt að verða vitlaust í botnbaráttunni í þessari deild. Blikar unnu frábæran sigur á Haukum í síðustu umferð,“ sagði Stefán Árni Pálsson og beindi síðan umræðunni að Everage sem var mjög góður í leiknum. „Hans langbesti leikur í langan tíma,“ sagði Tómas Steindórsson en Everage skoraði 25 stig í sigri Blika á móti Haukum. „Það eru vendingar í gangi,“ sagði Stefán. „Ég fer alltaf upp með símann, ég hringi í gárungana og fer með eyrað að götunni. Það sem gatan segir núna er það að Everage Richardson ákvað það fyrir þennan leik að hann ætlaði losa sig frá Blikum,“ sagði Tómas. „Hann vildi ekki vera þarna áfram og samkvæmt mínum heimildum þá var hann búinn að segja Blikunum það að hann vildi fara um áramótin. Blikarnir sögðu þá ekkert mál: Ef þú vilt ekki spila hérna þá viljum við ekki halda þér hérna,“ sagði Tómas. „Svo kemur hann með pappírana um félagsskiptin en þar stendur Haukar,“ sagði Tómas en er hann þá á leiðinni í Hauka? „Nei. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. Blikar sitja í fallsæti en eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Það stefnir því í harða fallbaráttu á milli félaganna tveggja. „Þegar þú ert í fallbaráttu þá er ein leiðin að taka bara besta leikmanninn úr hinu liðinu til þín. Mjög góð taktík,“ sagði Stefán Árni. „Nú heyrist mér að Blikarnir ætli ekki að hleypa honum neitt. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. „Nú er algjör pattstaða en vitum að Everage hefur spilað fyrir Maté Dalmay í mörg tímabil og hann bara að fara þangað. Það er ekki búið að krota undir neitt og það verður forvitnilegt að sjá hvort Everage verði með Blikum eða hvort hann sé farinn í verkfall,“ sagði Tómas. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Framtíðin hjá Everage
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn