Glæpur að gera mistök – nema þú vinnir hjá Skattinum Ólafur Stephensen skrifar 9. janúar 2024 14:31 Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Nú verður tollum ekki breytt nema með lögum og ekki var vitað til þess að nein lagabreyting hefði verið gerð. Rauðrófur eru ekki framleiddar á Íslandi svo neinu nemi þannig að ekki hefði heldur verið nein ástæða til að vernda innlenda framleiðendur með tolli. Nú upphófst ferli fyrirspurna til tollstjóra hjá Skattinum um hverju þetta sætti. Félag atvinnurekenda sendi einnig fyrirspurnir á matvælaráðuneytið. Þaðan komu þau svör að enginn tollur væri á rauðrófum og ekkert hefði átt að breytast um áramótin. Í gær kom svo svar frá Skattinum: „Þetta voru mistök hjá okkur.“ Þá var hins vegar búið að tollafgreiða nokkrar sendingar af rauðrófum og innflytjendur búnir að greiða af þeim tolla. Óþægindi og umstang af þessum mistökum hjá Skattinum er því talsvert, þótt tollarnir verði að sjálfsögðu endurgreiddir. Allir geta gert mistök í vinnunni. Þessi mistök starfsmanna Skattsins hafa engar afleiðingar fyrir þá. Öðru máli gegnir hins vegar um starfsmenn innflutningsfyrirtækja, sem oft eru í nánum samskiptum við starfsmenn tollstjóra hjá Skattinum. Mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Skoðum hvers vegna. Lagabreyting án umræðu eða skoðunar Vorið 2017 flutti fjármálaráðherra frumvarp sem innihélt tillögu frá tollstjóra um að breyta saknæmisskilyrðum í 172. grein tollalaga. Lagt var til að í stað þess að refsa mætti innflytjendum vöru fyrir ranga upplýsingagjöf í tollskýrslu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, mætti refsa fólki fyrir að gefa rangar upplýsingar af einföldu gáleysi. Þetta þýðir á mannamáli að tollstjóraembættið vildi að hægt yrði að refsa fólki fyrir misgáning eða mistök. Rökin voru að það væri svo erfitt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi þegar rangar upplýsingar væru veittar í tollskýrslum. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök fyrirtækja andmæltu þessari tillögu harðlega. FA benti á að tollalöggjöfin væri flókin og ógegnsæ og innflytjendur væru oft í miklum vandræðum með að ráða fram úr henni. Dæmi væru um að jafnvel að fenginni ráðgjöf starfsmanna tollstjóra varðandi tiltekna tollframkvæmd yrði það niðurstaðan löngu síðar að vara hefði verið rangt tollflokkuð og innflytjandinn þá sakaður um ranga upplýsingagjöf. FA benti á að leiðin til að tryggja að réttar upplýsingar væru veittar væri frekar sú að tollayfirvöld legðu sig betur fram um leiðbeiningu og ráðgjöf við framkvæmd tollalaganna. Alþingi hlustaði ekki á þessi andmæli. FA og önnur hagsmunasamtök innflutningsfyrirtækja voru ekki einu sinni boðuð á nefndarfund til að ræða málið, heldur rann það ljúflega og umræðulítið í gegnum þingið. Afleiðingarnar hafa í sumum tilvikum verið grafalvarlegar fyrir starfsfólk innflutningsfyrirtækja, sem getur nú sætt refsiábyrgð fyrir að gera mistök þótt enginn vilji hafi staðið til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Tökum raunverulegt dæmi: Fyrirtæki í FA flytur öðru hvoru inn snyrtivörur. Vegna mistaka erlends sendanda vöru fylgdi rangur reikningur gögnum til tollmiðlara og staðfesti starfsmaður fyrirtækisins gögnin þar sem hann vissi ekki betur. Afleiðingar þessa fyrir starfsmanninn voru sekt og skráning á sakaskrá. Þarna skortir augljóslega allt meðalhóf; mistökin voru ekki annars eðlis en mistök starfsmanna tollstjóra sem settu óvart tolla á rauðrófur. Embættismenn segja Alþingi fyrir verkum Enginn er óskeikull og það gengur gegn grundvallargildum íslenzks samfélags að refsa fólki fyrir misgáning. Engu að síður hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ekki sinnt ítrekuðum erindum FA og fleiri um að vinda ofan af lagabreytingunni. Þær tilraunir hafa jafnvel orðið til þess að útbúin voru frumvarpsdrög, sem Skatturinn lagðist eindregið gegn með þeim fráleitu rökum að það að breyta saknæmisskilyrðunum til fyrra horfs myndi torvelda rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi! Hvernig það að geta refsað fólki fyrir einfalt gáleysi (mistök) á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er eitthvað sem gengur röklega ekki upp, en engu að síður lyppaðist efnahags- og viðskiptanefnd niður og ekkert frumvarp var flutt. Stundum eru mistök starfsmanna Skattsins miklu alvarlegri en þau sem sneru að tollum á rauðrófur í byrjun ársins. Tökum dæmi af félagsmanni FA, sem var sakaður um að hafa flutt inn vöru á röngu tollskrárnúmeri. Með ákvörðun Skattsins var fyrirtækinu gert að greiða 290 milljónir króna í ríkissjóð. Að auki neyddist það til að hækka verðið á vörunni um tugi prósenta. Rúmlega mánuði síðar viðurkenndi Skatturinn að hafa haft rangt fyrir sér og þurfti að endurgreiða kröfuna með vöxtum. Afleiðingarnar fyrir viðkomandi ríkisstarfsmenn voru hins vegar engar, þótt tjónið væri mun meira en af rauðrófuklúðrinu í síðustu viku. Enginn komst á sakaskrá. Lagabreytingin, sem gerð var að undirlagi embættismanna, vegur gróflega gegn hagsmunum og réttaröryggi fyrirtækja í innflutningi og starfsmanna þeirra. Hún gengur líka gegn grundvallargildum samfélags okkar eins og áður segir. Alþingi þarf að hysja upp um sig og hætta að láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Nú verður tollum ekki breytt nema með lögum og ekki var vitað til þess að nein lagabreyting hefði verið gerð. Rauðrófur eru ekki framleiddar á Íslandi svo neinu nemi þannig að ekki hefði heldur verið nein ástæða til að vernda innlenda framleiðendur með tolli. Nú upphófst ferli fyrirspurna til tollstjóra hjá Skattinum um hverju þetta sætti. Félag atvinnurekenda sendi einnig fyrirspurnir á matvælaráðuneytið. Þaðan komu þau svör að enginn tollur væri á rauðrófum og ekkert hefði átt að breytast um áramótin. Í gær kom svo svar frá Skattinum: „Þetta voru mistök hjá okkur.“ Þá var hins vegar búið að tollafgreiða nokkrar sendingar af rauðrófum og innflytjendur búnir að greiða af þeim tolla. Óþægindi og umstang af þessum mistökum hjá Skattinum er því talsvert, þótt tollarnir verði að sjálfsögðu endurgreiddir. Allir geta gert mistök í vinnunni. Þessi mistök starfsmanna Skattsins hafa engar afleiðingar fyrir þá. Öðru máli gegnir hins vegar um starfsmenn innflutningsfyrirtækja, sem oft eru í nánum samskiptum við starfsmenn tollstjóra hjá Skattinum. Mistök í starfi geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá. Skoðum hvers vegna. Lagabreyting án umræðu eða skoðunar Vorið 2017 flutti fjármálaráðherra frumvarp sem innihélt tillögu frá tollstjóra um að breyta saknæmisskilyrðum í 172. grein tollalaga. Lagt var til að í stað þess að refsa mætti innflytjendum vöru fyrir ranga upplýsingagjöf í tollskýrslu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, mætti refsa fólki fyrir að gefa rangar upplýsingar af einföldu gáleysi. Þetta þýðir á mannamáli að tollstjóraembættið vildi að hægt yrði að refsa fólki fyrir misgáning eða mistök. Rökin voru að það væri svo erfitt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi þegar rangar upplýsingar væru veittar í tollskýrslum. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök fyrirtækja andmæltu þessari tillögu harðlega. FA benti á að tollalöggjöfin væri flókin og ógegnsæ og innflytjendur væru oft í miklum vandræðum með að ráða fram úr henni. Dæmi væru um að jafnvel að fenginni ráðgjöf starfsmanna tollstjóra varðandi tiltekna tollframkvæmd yrði það niðurstaðan löngu síðar að vara hefði verið rangt tollflokkuð og innflytjandinn þá sakaður um ranga upplýsingagjöf. FA benti á að leiðin til að tryggja að réttar upplýsingar væru veittar væri frekar sú að tollayfirvöld legðu sig betur fram um leiðbeiningu og ráðgjöf við framkvæmd tollalaganna. Alþingi hlustaði ekki á þessi andmæli. FA og önnur hagsmunasamtök innflutningsfyrirtækja voru ekki einu sinni boðuð á nefndarfund til að ræða málið, heldur rann það ljúflega og umræðulítið í gegnum þingið. Afleiðingarnar hafa í sumum tilvikum verið grafalvarlegar fyrir starfsfólk innflutningsfyrirtækja, sem getur nú sætt refsiábyrgð fyrir að gera mistök þótt enginn vilji hafi staðið til þess að komast hjá greiðslu aðflutningsgjalda. Tökum raunverulegt dæmi: Fyrirtæki í FA flytur öðru hvoru inn snyrtivörur. Vegna mistaka erlends sendanda vöru fylgdi rangur reikningur gögnum til tollmiðlara og staðfesti starfsmaður fyrirtækisins gögnin þar sem hann vissi ekki betur. Afleiðingar þessa fyrir starfsmanninn voru sekt og skráning á sakaskrá. Þarna skortir augljóslega allt meðalhóf; mistökin voru ekki annars eðlis en mistök starfsmanna tollstjóra sem settu óvart tolla á rauðrófur. Embættismenn segja Alþingi fyrir verkum Enginn er óskeikull og það gengur gegn grundvallargildum íslenzks samfélags að refsa fólki fyrir misgáning. Engu að síður hefur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis ekki sinnt ítrekuðum erindum FA og fleiri um að vinda ofan af lagabreytingunni. Þær tilraunir hafa jafnvel orðið til þess að útbúin voru frumvarpsdrög, sem Skatturinn lagðist eindregið gegn með þeim fráleitu rökum að það að breyta saknæmisskilyrðunum til fyrra horfs myndi torvelda rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi! Hvernig það að geta refsað fólki fyrir einfalt gáleysi (mistök) á að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi er eitthvað sem gengur röklega ekki upp, en engu að síður lyppaðist efnahags- og viðskiptanefnd niður og ekkert frumvarp var flutt. Stundum eru mistök starfsmanna Skattsins miklu alvarlegri en þau sem sneru að tollum á rauðrófur í byrjun ársins. Tökum dæmi af félagsmanni FA, sem var sakaður um að hafa flutt inn vöru á röngu tollskrárnúmeri. Með ákvörðun Skattsins var fyrirtækinu gert að greiða 290 milljónir króna í ríkissjóð. Að auki neyddist það til að hækka verðið á vörunni um tugi prósenta. Rúmlega mánuði síðar viðurkenndi Skatturinn að hafa haft rangt fyrir sér og þurfti að endurgreiða kröfuna með vöxtum. Afleiðingarnar fyrir viðkomandi ríkisstarfsmenn voru hins vegar engar, þótt tjónið væri mun meira en af rauðrófuklúðrinu í síðustu viku. Enginn komst á sakaskrá. Lagabreytingin, sem gerð var að undirlagi embættismanna, vegur gróflega gegn hagsmunum og réttaröryggi fyrirtækja í innflutningi og starfsmanna þeirra. Hún gengur líka gegn grundvallargildum samfélags okkar eins og áður segir. Alþingi þarf að hysja upp um sig og hætta að láta embættismenn Skattsins segja sér fyrir verkum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun