Varúð: Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 8. janúar 2024 08:00 Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu var Þórarni Tyrfingssyni, þáverandi formanni SÁÁ og yfirlækni, og einhverjum fulltrúa frjálshyggjunnar, sem vildi auka aðgengi að áfengi, att saman í sjónvarpi. Þórarinn spurði þá hvort ekki væri nær að ræða það hvort áfengi ætti yfirleitt að vera löglegt. Þá setti frjálshyggjumanninn hljóðan, a.m.k. í minningunni. Það er vel óhætt að taka undir með Þórarni enda væri áfengi sjálfsagt flokkað með ólöglegum vímuefnum ef það væri að koma á markað í dag. Nú virðist hins vegar full seint í rassinn gripið að gera slíkar breytingar þar sem það þykir svo sjálfsagt og smart að vera með í glasi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Telja má þó víst að talsverður fjöldi fólks eigi í erfiðleikum með löglega vímu- og fíkniefnið áfengi. Dágóður hópur gengst við vandanum og fer jafnvel í áfengismeðferð. Í gæðauppgjöri fyrir sjúkrahúsið Vog kemur fram að það voru„2755 innlagnarbeiðnir“ í fyrra, sem svarar til 7-8 beiðnum á dag, og segir þar jafnframt að „vandi af áfengisdrykkju [fari] síst minnkandi.“ Víðar er hægt að sækja áfengismeðferð, t.d. á Landspítalann, Hlaðgerðarkot og Krýsuvík, en sum láta sér duga að fara beint í tólf spora samtök eða ná að hætta með eigin viljastyrk að vopni. Þau eru þó trúlega einnig nokkuð mörg sem gangast ekki við alkóhólismanum og telja sig því ekki eiga í vanda þrátt fyrir að fara illa með áfengi. Gjarnan bendir einhver á að afar margt fólk kunni með áfengi að fara og að það sé ósanngjarnt að takmarka aðgengið vegna einhverra örfárra sem kunni sér ekki hóf. Því er til að svara að drykkjuskapurinn er sjaldnast einkamál alkóhólistans. Það er fjöldi fólks sem þjáist vegna drykkju hans og verður með einum eða öðrum hætti fyrir barðinu á honum. Til dæmis má ætla að æði mörg þeirra ofbeldismála sem rata í fjölmiðla tengist neyslu vímuefna, löglegra og ólöglegra. Sömuleiðis og enn fremur má velta því fyrir sér hvort manneskjur sem „kunna að drekka áfengi“ geti ekki bara látið það vera. Nóg er úrvalið af áfengislausum drykkjum sem verða æ fleiri og fjölbreyttari. Ef hins vegar er verið að leita eftir vímunni, sem er gjarnan kallað „að finna á sér,“ þá vakna óneitanlega spurningar um hvers vegna svo sé. Sum vilja gera skýran greinarmun á áfengi annars vegar og öðrum og ólöglegum, vímuefnum hins vegar. Vissulega er einhver munur á öllum þessum efnum en þó svo að finna megi sterkari vímugjafa þá hefst svaðilförin oftar en ekki með áfengisdrykkjunni. Áfengi er langalgengasta og útbreiddasta vímuefnið. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur gefið það út að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Þá sýna glænýjar upplýsingar frá sömu stofnun fram á að áfengisneysla getur stuðlað að sjö tegundum krabbameina og þarf ekkert óhóf til. Samt þykir það svo sjálfsagt mál að vera með áfengi við hönd að stúdentshúfum fylgir kampavínsglas. Nú útskrifast margir nemendur 19 ára gamlir og því vart við hæfi að halda að þeim vínglasi. Þá er einnig svo komið að aðgengi að áfengi hefur verið aukið án þess að fyrir því sé nokkur lagastoð. Ýmsar vefverslanir bjóða nú upp á sölu áfengis án þess að nokkuð sé að gert og áfengisauglýsingar fá að líðast. Nú er svo komið að formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, Árni Guðmundsson, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni í veikri von um að brugðist verði við. Það verður fróðlegt að fylgjast með því máli. Þá skýtur skökku við að sjá stirna á áfengisflöskurnar sem eru gjarna fyrir allra augum á veitingastöðunum á meðan tóbakið, annar skaðvaldur, er vandlega falið. Starfsmaður á kassa þarf að seilast undir borð til að ná í sígarettupakkann eða sækja hann í læsta hirslu á meðan skömmustulegur tóbaksfíkilinn tvístígur vandræðalegur með hnussandi fólk í röð fyrir aftan sig. Á sígarettupökkunum blasa síðan við ískyggilegar viðvaranir, á borð við: „Verndaðu börnin - láttu þau ekki anda að sér tóbaksreyk“ og „Reykingar geta valdið hægfara og kvalafullum dauða.“ Það veitir heldur ekkert af að minna á skaðsemi tóbaksins. Fyrst að það er ekki í sjónmáli að gera áfengi ólöglegt, eins og önnur fíkni- og vímuefni, þá væri í það minnsta hægt að merkja flöskurnar með viðlíka viðvörunum og fylgja tóbakinu. Dæmi um slík varúðarorð gætu verið: „Drykkurinn veldur ölvun og dómgreindarleysi“ eða „Drykkjuskapur getur skaðað þig og þína nánustu.“ Hvað sem öllum lagabókstaf líður er í það minnsta þarft að líta áfengið réttum augum. Það er ekki eðlileg neysluvara heldur fíkni- og vímuefni, þó svo að það sé löglegt. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar