Raunhæfar kjarabætur í sjónmáli Guðjón Sigurbjartsson skrifar 7. janúar 2024 09:01 Að hækka laun án þess að til hafi orðið aukin verðmæti, þýðir ekki kjarabætur heldur verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir alla, sérstaklega þá sem síst skyldi. Það nægir ekki að hafa góðar tekjur ef föstu útgjöldin eru hærri. Ef bæta á kjörin þarf að auka það sem er til skiptanna. Það er oft sagt að við séum rík þjóð. Það er bara hálf sagan. Við höfum vissulega nokkuð háar landstekjur á mann, en á móti kemur að við höfum hæstu grunnútgjöld á mann á heimsvísu. Hér strögla því allt of margir fjárhagslega. Fólk sér tekjurnar fjúka út um hver mánaðamót og margir eiga minna en ekkert eftir til að lifa lífinu. Þetta er alvarlegt sérstaklega þegar um fátækt barnafólk er að ræða. Góðu fréttirnar eru að við getum auðveldlega bætt stöðuna verulega. Til þess þarf aðallega réttsýni og samstöðu. Hér er um hvernig við gerum þetta. Tökum upp Evruna Vextir á íbúðalánum í krónum hafa um árabil verið rúmlega 4% hærri á Íslandi en í Evrulöndunum. Meðalfjárhæð nýrra íbúðalána er nú um 50 millj. kr og vaxtakostnaður af þeirri upphæð er því um 2 millj. kr hærri á ári en af samsvarandi Evruláni. Það jafngildir 170 þús. kr hærri vaxtakostnaði á mánuði. Upptaka Evrunnar í stað krónunnar mun líka draga úr sveiflum, efla efnahagslegan stöðugleika og þar með fjölga góðum fyrirtækjum sem greiða góð laun og lækka verðlag. Við gætum meira að segja farið að taka lán í erlendum bönkum, gegnum netið. Þar með fá hérlendir bankar alvöru samkeppni. Vissulega þyrftum við að ganga í Evrópusambandið en það er hvort sem er til bóta og eðlileg þróun. Fyrir meðalheimili sem sum eru skuldlítil myndi Evran þýða á milli 50 og 100.000 kr kostnaðarlækkun á mánuði og aðild að Evrópusambandinu þýðir að við fengjum verðugan sess við stjórnvöl sambandsins. Hágæða almenningssamgöngur Hágæða almenningssamgöngur svo sem borgarlínan gefa fólki kost á að sleppa því að eiga bíl eða auka bíl. Hver bíll sem sleppt er lækkar kostnað á heimili um nálægt 50.000 kr á mánuði. Fellum niður tolla Fella ætti niður matartolla sem eru verstu tollarnir fyrir fátækt fólk en samt nánast einu tollarnir sem eftir eru. Um leið þyrfti að markaðsvæða landbúnaðinn og auka grunnstuðning við bændur. Markmiðið að þeir bændur sem vel standa sig geti bætt sinn hag með útsjónarsemi og dugnaði jafnframt því sem þeir þróa og koma á markað vöru sem selst með góðri framlegð. Þetta er nokkuð sem löngu er búið að gera í Evrópu. Evróusambandið styrkir bændur á jaðarsvæðum, sbr. styrki til bænda í nyrðri hluta Svíþjóðar og Finnlands, og reikna má með að sama yrði uppi á teningnum hér á landi. Hagur bænda gæti því batnað umtalsvert, jafnframt því sem hagur neytenda batnaði. Við ættum að horfa á matvælaframleiðslu á heimsvísu og spyrja okkur - Hvernig nýtum við fjármagn og mannafli sem best til að auka matvælaframleiðslu á verði sem gengur fyrir sem flesta. Hér er margt háskólamenntað landbúnaðarfólk sem gæti við réttar aðstæður í þróunarlöndum stuðlað að marfaldri matvælaframleiðslu á við það sem sama fjármang og mannafli getur hér á landi. Þannig hjálpum við þeim og okkur í leiðinni. Niðurfelling matartolla myndi lækka útgjöld um nálægt 15.000 kr á mann á mánuði sem gerir um 60.000 kr fyrir meðalfjölskyldu. Virkjum vindinn Orkuauðlindir okkar standa undir um 30% af efnahagslegum lífsgæðum í landinu. Við getum tvöfaldað umhverfisvæna orkuframleiðslu í landinu á nokkrum árum með því að virkja vindorku á afviknum stöðum þar sem hún veldur lítilli sem engri sjónmengun og þannig bætt um 30% við það sem er til skiptanna. Það gæti staðið undir um 20-30% launahækkun yfir línuna. Verðum kolefnishlutlaus Ísland losar um 15 megatonn af gróðurhúsalofttegunum (GHL) á ári. Þetta er það mesta á mann í heimil. Með orkuskiptum, endurheimt votlendis og aukinni gróðurþekju getum við orðið kolefnishlutlaus.Útblástur GHL er ekki bara sóðaskapur og til skammar. Með því að verða kolefnishlutlaus myndum við lækka fyrirsjáanlegar sektir og stórauka virði náttúruauðlinda og hérlendrar framleiðslu, því heimurinn greiðir meira fyrir umhverfisvæna vöru og kolefnishlutleysi. Hér hanga hundruð milljarða árlega á spýtunni fyrir landið. Samantekt Ef við aukum verulega það sem er til skiptanna getum við stórbætt kjör og aukið velferð. Með ofangreindu getum við sem dæmi bætt hag meðal fjögurra manna fjölskyldu um 1 milljón kr á mánuði eða yfir 30%. Tekjuauki samneyslunnar yrði verulegur þannig að sveitarfélög og ríki gætu bætt verulega í velferðaþjónustu. Hér er sem sagt um verulegar raunverulegar kjarabætur að ræða. Um þetta ættu kjaraviðræður mikið til að snúast því krónutöluhækkanir hverfa jafn harðan ef ekki fyrir þeim innistæða. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Að hækka laun án þess að til hafi orðið aukin verðmæti, þýðir ekki kjarabætur heldur verðbólgu með tilheyrandi tjóni fyrir alla, sérstaklega þá sem síst skyldi. Það nægir ekki að hafa góðar tekjur ef föstu útgjöldin eru hærri. Ef bæta á kjörin þarf að auka það sem er til skiptanna. Það er oft sagt að við séum rík þjóð. Það er bara hálf sagan. Við höfum vissulega nokkuð háar landstekjur á mann, en á móti kemur að við höfum hæstu grunnútgjöld á mann á heimsvísu. Hér strögla því allt of margir fjárhagslega. Fólk sér tekjurnar fjúka út um hver mánaðamót og margir eiga minna en ekkert eftir til að lifa lífinu. Þetta er alvarlegt sérstaklega þegar um fátækt barnafólk er að ræða. Góðu fréttirnar eru að við getum auðveldlega bætt stöðuna verulega. Til þess þarf aðallega réttsýni og samstöðu. Hér er um hvernig við gerum þetta. Tökum upp Evruna Vextir á íbúðalánum í krónum hafa um árabil verið rúmlega 4% hærri á Íslandi en í Evrulöndunum. Meðalfjárhæð nýrra íbúðalána er nú um 50 millj. kr og vaxtakostnaður af þeirri upphæð er því um 2 millj. kr hærri á ári en af samsvarandi Evruláni. Það jafngildir 170 þús. kr hærri vaxtakostnaði á mánuði. Upptaka Evrunnar í stað krónunnar mun líka draga úr sveiflum, efla efnahagslegan stöðugleika og þar með fjölga góðum fyrirtækjum sem greiða góð laun og lækka verðlag. Við gætum meira að segja farið að taka lán í erlendum bönkum, gegnum netið. Þar með fá hérlendir bankar alvöru samkeppni. Vissulega þyrftum við að ganga í Evrópusambandið en það er hvort sem er til bóta og eðlileg þróun. Fyrir meðalheimili sem sum eru skuldlítil myndi Evran þýða á milli 50 og 100.000 kr kostnaðarlækkun á mánuði og aðild að Evrópusambandinu þýðir að við fengjum verðugan sess við stjórnvöl sambandsins. Hágæða almenningssamgöngur Hágæða almenningssamgöngur svo sem borgarlínan gefa fólki kost á að sleppa því að eiga bíl eða auka bíl. Hver bíll sem sleppt er lækkar kostnað á heimili um nálægt 50.000 kr á mánuði. Fellum niður tolla Fella ætti niður matartolla sem eru verstu tollarnir fyrir fátækt fólk en samt nánast einu tollarnir sem eftir eru. Um leið þyrfti að markaðsvæða landbúnaðinn og auka grunnstuðning við bændur. Markmiðið að þeir bændur sem vel standa sig geti bætt sinn hag með útsjónarsemi og dugnaði jafnframt því sem þeir þróa og koma á markað vöru sem selst með góðri framlegð. Þetta er nokkuð sem löngu er búið að gera í Evrópu. Evróusambandið styrkir bændur á jaðarsvæðum, sbr. styrki til bænda í nyrðri hluta Svíþjóðar og Finnlands, og reikna má með að sama yrði uppi á teningnum hér á landi. Hagur bænda gæti því batnað umtalsvert, jafnframt því sem hagur neytenda batnaði. Við ættum að horfa á matvælaframleiðslu á heimsvísu og spyrja okkur - Hvernig nýtum við fjármagn og mannafli sem best til að auka matvælaframleiðslu á verði sem gengur fyrir sem flesta. Hér er margt háskólamenntað landbúnaðarfólk sem gæti við réttar aðstæður í þróunarlöndum stuðlað að marfaldri matvælaframleiðslu á við það sem sama fjármang og mannafli getur hér á landi. Þannig hjálpum við þeim og okkur í leiðinni. Niðurfelling matartolla myndi lækka útgjöld um nálægt 15.000 kr á mann á mánuði sem gerir um 60.000 kr fyrir meðalfjölskyldu. Virkjum vindinn Orkuauðlindir okkar standa undir um 30% af efnahagslegum lífsgæðum í landinu. Við getum tvöfaldað umhverfisvæna orkuframleiðslu í landinu á nokkrum árum með því að virkja vindorku á afviknum stöðum þar sem hún veldur lítilli sem engri sjónmengun og þannig bætt um 30% við það sem er til skiptanna. Það gæti staðið undir um 20-30% launahækkun yfir línuna. Verðum kolefnishlutlaus Ísland losar um 15 megatonn af gróðurhúsalofttegunum (GHL) á ári. Þetta er það mesta á mann í heimil. Með orkuskiptum, endurheimt votlendis og aukinni gróðurþekju getum við orðið kolefnishlutlaus.Útblástur GHL er ekki bara sóðaskapur og til skammar. Með því að verða kolefnishlutlaus myndum við lækka fyrirsjáanlegar sektir og stórauka virði náttúruauðlinda og hérlendrar framleiðslu, því heimurinn greiðir meira fyrir umhverfisvæna vöru og kolefnishlutleysi. Hér hanga hundruð milljarða árlega á spýtunni fyrir landið. Samantekt Ef við aukum verulega það sem er til skiptanna getum við stórbætt kjör og aukið velferð. Með ofangreindu getum við sem dæmi bætt hag meðal fjögurra manna fjölskyldu um 1 milljón kr á mánuði eða yfir 30%. Tekjuauki samneyslunnar yrði verulegur þannig að sveitarfélög og ríki gætu bætt verulega í velferðaþjónustu. Hér er sem sagt um verulegar raunverulegar kjarabætur að ræða. Um þetta ættu kjaraviðræður mikið til að snúast því krónutöluhækkanir hverfa jafn harðan ef ekki fyrir þeim innistæða. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun