Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun